Depp myndar sögulegan japanskan harmleik

Tökur eru hafnar á nýjustu kvikmynd þrisvar sinnum Óskarstilnefnda bandaríska leikarans Johnny Depp, Minamata, eftir Andrew Levitas, en þar fer Depp með hlutverk hins rómaða stríðsljósmyndara W. Eugene Smith. Aðrir helstu leikarar eru Bill Nighy  (Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest),  Hiroyuki Sanada (Avengers: Endgame), Tadanobu Asano ( Thor), Ryo Kase (Letters from Iwo […]

Willis bombar Japani

Hasarleikarinn Bruce Willis hefur átt nokkuð misjöfnu gengi að fagna í bíóhúsum síðustu misseri, og sumar mynda hans hafa jafnvel ekki ratað alla leið þangað, heldur farið beint á DVD og/eða VOD. Síðasta mynd sem var með honum í bíó var Death Wish en eins og segir á Movieweb átti sú mynd að marka endurkomu […]

Sherlock Holmes er japönsk kona

Ótal útgáfur eru til af breska rannsóknarlögreglumanninum, sögupersónunni Sherlock Holmes, eftir Arthur Conan Doyle, og mörgum finnst tími kominn til að hressa aðeins upp á persónuna, og feta nýjar slóðir. Er þá nokkuð betra en að láta Holmes vera japanska konu! The Ring leikkonan Yuko Takeuchi leikur Holmes í nýrri sjónvarpsmynd, Miss Sherlock, frá bandarísku […]

Trúboðum misþyrmt – Fyrsta stikla úr Silence

Paramount Pictures, framleiðandi nýju Martin Scorsese myndarinnar Silence, ætlaði að senda frá sér fyrstu stiklu úr myndinni á laugardaginn næsta, en eftir að stiklunni var lekið á YouTube í gær, og fyrirtækið varð að taka stikluna úr umferð, þá hefur stiklan nú verið birt opinberlega. Í gær birtum við fyrstu ljósmyndir og plaköt fyrir myndina, […]

Trúboðar leita að Neeson í Japan – Fyrstu myndir

Fyrstu ljósmyndirnar og plakötin fyrir nýjustu mynd Martin Scorsese, Silence, eða Þögn, í lauslegri íslenskri þýðingu, voru birtar í dag. Lítið hefur hingað til sést úr þessari mynd, en Paramount framleiðslufyrirtækið er þó nú þegar byrjað að sýna völdum aðilum myndina í tengslum við komandi verðlaunatímabil ( Óskarsverðlaun, Golden Globe osfrv. ) Auk þess er von […]

Ný Godzilla ljósmynd

Ný ljósmynd hefur verið birt úr nýjustu Godzilla myndinni, Shin Godzilla, sem hefur gengið gríðarlega vel í bíó í Japan frá því hún var frumsýnd nú í sumar. Á myndinni sést skrímslið nokkuð greinilega. Það er ógnarstórt og ófrýnilegt, og það er eins og glóandi hraun kraumi undir húðinni. Skrímslið veldur mikilli skelfingu meðal borgarbúa. Í myndinni […]

Illir andar úr The Ring og The Grudge sameinast

Snemma á fyrsta áratug þessarar aldar voru blendingsmyndir nokkuð vinsælar, myndir eins og Freddy vs. Jason, Alien vs Predator og fleiri, þar sem þekktar hrollvekjupersónur eða geimverur öttu kappi. Nú gæti verið hafin ný bylgja slíkra mynda og er skemmst að minnast Batman v Superman: Dawn of Justice, þó þar sé ekki nákvæmlega sami hluturinn […]

Star Wars leikkona lítur til baka

Daisy Ridley er ein umtalaðasta leikkonan í Hollywood um þessar mundir eftir frábæra frammistöðu í lykilhlutverki í Star Wars: The Force Awakens, þar sem hún leikur Rey. Þeir sem ekki hafa þolinmæði til að bíða til 2017, eftir að sjá hana í næsta kafla af Star Wars sögunni, Kafla VIII, geta hlustað á leikkonuna í […]

Eineggja hryllingur – Fyrsta stikla!

Game Of Thrones og The Hunger Games leikkonan Natalie Dormer leikur eineggja tvíbura í nýrri hrollvekju sem gerist í japönskum skógi, The Forest. Myndin gerist í Aokigahara skóginum, sem er alvöru skógur nálægt fjallinu Fuji, þar sem fólk fer til að fremja sjálfsmorð. Þar gerist nú óútskýranlegur hryllingur þegar tvíburasystir ungrar konu, Sara að nafni, hverfur […]

Ferðaleg með dauðum eiginmanni

Japanska verðlaunamyndin Journey to the Shore var kvikmyndir.is mynd dagsins á RIFF í gær, laugardag. Myndin, sem er sýnd í Bíó Paradís, byrjaði hálftíma á eftir auglýstum tíma, 21.30, sem varð þess valdandi að sá sem þetta skrifar þurfti að hlaupa út af myndinni áður en hún var búin, til að sækja bíl í bílageymslu […]

Mafíuforingi er blóðsuga – Fyrsta stikla úr Yakuza Apocalypse!

Þeir sem höfðu gaman af slagsmálatryllinum The Raid 1 og 2, ættu að sperra eyrun, því fyrsta stiklan úr Yakuza Apocalypse er komin út, en myndin er framleidd af þeim sömu og gerðu The Raid myndirnar, auk þess sem sjá má nokkur kunnugleg andlit úr The Raid í stiklunni. Leikstjóri er japanski leikstjórinn Takashi Miike, […]

Vaughn í mynd um hetju sem neitar að skjóta

True Detective leikarinn Vince Vaughn mun leika í næstu mynd leikstjórans Mel Gibson, Hacksaw Ridge sem byggð er á sannsögulegum atburðum. Myndin fjallar um Desmond Doss, fyrsta manninn í sögu Bandaríkjanna sem neitaði að beita ofbeldi í hernaði á grundvelli samvisku sinnar en fékk æðstu viðurkenningu Bandaríkjanna, Medal of Honor. Vaughn slæst þar með í hóp með Andrew Garfield […]

Risar éta menn í Attack on Titan – Stikla!

Leikin bíómynd er nú á leiðinni eftir manga teiknimyndasögum Hajime Isayama, Attack on Titan, en sögurnar hafa notið mikilla vinsælda síðan þær komu fyrst á sjónarsviðið árið 2009. Búið er að gera teiknimyndir fyrir sjónvarp eftir bókunum, nokkra tölvuleiki ofl. Sagan gerist þegar mannkynið er við það að verða þurrkað út af yfirborði jarðar, af […]

Godzilla leikari látinn

Japanski leikarinn Hiroshi Koizumi, sem lék í nokkrum gömlum Godzilla myndum, er látinn, 88 ára að aldri. Leikarinn lést þann 31. maí sl. í Tókíó í Japan. Banamein hans var lungnabólga. Koizumi lék aðal „mennska“ hlutverkið í Godzilla Raids Again frá árinu 1955, sem var framhald fyrst Godzilla myndarinnar, sem kom út árið á undan. Eftir þetta […]

Transformers kærð í Kína

Eigendur kínversks útivistarsvæðis hafa kært framleiðendur nýju Transformers myndarinnar , þeirrar fjórðu í röðinni, af því að í myndinni sést ekki vörumerki ( logo ) garðsins. Frá þessu er sagt á vefsíðu japanska dagblaðsins Japan Today. Transformers myndirnar eru geysivinsælar í Kína, og kínversk fyrirtæki, allt frá mjólkurbúum til banka, hafa keppst við koma vörum sínum […]

Frozen veldur hjónabandserfiðleikum

Aðdáendur teiknimyndarinnar Frozen eru mis umburðarlyndir gagnvart þeim sem líkar ekki við myndina. Sumir vilja halda myndinni fyrir sjálfan sig, en aðrir vilja breiða út upplifun sína af myndinni. Þrítug kona í Japan virðist ætla að taka þetta skrefinu lengra og hefur hún sótt um skilnað við eiginmann sinn vegna þess að honum þótti myndin […]

Drepinn 50.000 sinnum

Japanski leikarinn Seizo Fukumoto er enginn venjulegur leikari.  Hann hefur verið stunginn, skorinn og ristur með japönsku sverði í meira en 50 ár og sagan segir að hann hafi verið  drepinn 50 þúsund sinnum á skjánum og á hvíta tjaldinu. Fukumoto er einn af bestu kirareyaku leikurum í Japan, en það eru áhættuleikarar sem eru […]

Konur drepa hermenn

Költ kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís sýnir japönsku hrollvekjuna Onibaba frá árinu 1964 á næsta sunnudag kl. 20. Svartir Sunnudagar eru í umsjá Sigurjóns Kjartanssonar, Sjón og Hugleiks Dagssonar. Onibaba er klassísk hrollvekja frá 1964, sem gerist í miðju borgarastríði á fjórtándu öld í Japan og fjallar um tvær konur sem lifa í síki […]

Floppað í landi samúræjanna

Ef samúræja bíómynd gengur ekki í Japan, hvað þá með Bandaríkin? Að þessu spyrja forráðamenn Universal kvikmyndafyrirtækisins sig nú eftir helgina en mynd fyrirtækisins, 47 Ronin, með Keanu Reeves í aðalhlutverkinu, fékk litla aðsókn á þessari frumsýningarhelgi sinni í landinu. Myndin var rándýr í framleiðslu, kostaði einar 175 milljónir Bandaríkjadala, en tekjur myndarinnar yfir helgina […]

Jolie ræður grimman fangavörð

Angelina Jolie, leikstjóri myndarinnar Unbroken, er búin að ráða japanska gítarleikarann og söngvarann Miyavi til að leika hlutverk Mutushiro Watanabe, þekktur sem „The Bird“ eða Fuglinn. Fuglinn er fangavörðurinn sem setti sér það markmið að brjóta niður þrek Lou Zamperini sem myndin er um, en Zamperini lenti í fangabúðum Japana eftir að flugvél hans hrapaði […]

Teiknimyndameistari hættir

Tilkynnt hefur verið að teiknimyndameistarinn japanski, Hayao Miyazaki, sem er 72 ára gamall, sé sestur í helgan stein og nýjasta mynd hans, The Wind Rises, sé hans síðasta mynd. The Wind Rises hefur notið gríðarlegra vinsælda í Japan og er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Miyazaki stofnaði kvikmynda – og teiknimyndafyrirtækið Studio Ghibli og […]

Falleg stikla úr vinsælli teiknimynd Miyazaki

Stikla með enskum texta er komin fyrir nýjustu teiknimynd Hayao Miyazaki, sem er jafnframt sú fyrsta frá honum í fimm ár,  The Wind Rises. Myndin er byggð á skáldsgöu Tatsuo Hori og segir skáldaða sögu byggða á Jiro Horikoshi, verkfræðingnum sem smíðaði Mitsubishi A6M Zero orrustu flugvélina sem Japanir notuðu í Síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er […]

Jackson gerir leikna útgáfu af blóðugri teiknimynd

Samuel L. Jackson er einn duglegasti leikarinn í bransanum, og verkefnin bíða eftir honum í röðum. Jackson er nú á kynningarferð útaf Django Unchained ( sjá meðfylgjandi mynd af leikaranum í hlutverki sínu ), en einnig hefur hann verið að vinna í endurgerð myndarinnar RoboCop. Movies.com vefsíðan greinir frá því að næsta verkefni Jackson á […]

Gallsúr hrollvekja – nýtt plakat og stikla

Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís býður upp á sýningu á gallsúrri japanskri hrollvekju, eins og það er orðað í tilkynningu frá bíóinu, á sunnudaginn næsta kl. 20. Um er að ræða kvikmyndina House eftir Nobuhiko Obayashi sem er lýst sem undarlegri fantasíu hrollvekju og er frá árinu 1977. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: „House, […]

Kína fer fram úr Bandaríkjunum árið 2020

Bíóaðsókn í Kína verður orðin meiri en í Bandaríkjunum fyrir árið 2020, samkvæmt nýrri úttekt ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young.  Kína er í dag annar stærsti markaður í heimi fyrir bíómyndir utan Bandaríkjanna, á eftir Japan. Kínverski markaðurinn stækkar hraðar en áður hafði verið búist við, sem skapar ótal sóknarfæri fyrir fjárfestingu í afþreyingariðnaðinum, að því […]

770 þúsund manns í bíó

Japanska teiknimyndin Evangelion Shin Gekijoban Q, eða bara Eva Q, eins og myndin er kölluð heima fyrir, var gríðarlega vel sótt í Japan um síðustu helgi, en 770 þúsund manns komu að sjá myndina á laugardag og sunnudag, en myndin var sýnd á 224 bíótjöldum. Þetta er aðsóknarmesta mynd í Japan á frumsýningarhelgi á þessu […]

Wakamatsu er látinn – varð fyrir bíl

Japanski leikstjórinn Koji Wakamatsu er látinn, 76 ára að aldri. Hann lést af völdum meiðsla sem hann hlaut þegar leigubíll ók á hann í Shinjuku hverfinu í Tókýó í Japan á föstudaginn síðasta. Lögregla sagði að hann hefði mjaðmagrindarbrotnað í slysinu, en meiðslin áttu ekki að hafa verið lífshættuleg. Slysið átti sér stað kl. 22 […]

Epísk japönsk Brave stikla skín skært

Pixar hafa verið ansi lágstemmdir í markaðsetningu nýju kvikmyndar þeirra, Brave, sem er væntanleg seinna á þessu ári. En nú hefur japanska stiklan gert betur grein fyrir söguþræði myndarinnar og sést mun betur hversu stór ræman er í raun. Satt að segja var ég ekki jafn spenntur yfir þessari í fyrstu eins og með fyrrverandi […]

Takashi Miike gerir tölvuleikjamynd

Tölvuleikjamyndir eru ekki settar á háan stall þessa daganna og minna marga á upphaf leikinna myndasögumynda. Nú virðast mál tölvuleikjamynda hafa tekið á sig aðra mynd þar sem Takashi Miike er að leikstýra sinni fyrstu tölvuleikjamynd og er hún byggð tölvuleikjaseríunni Ace Atourney; lítið þekktari en heitelskaðri seríu japanskra ævintýratölvuleikja um lögfræðinginn Pheonix Wright og […]

Murakami samþykkti Norwegian Wood mynd eftir 4 ár

Leikstjóri væntanlegrar myndar sem gerð hefur verið upp úr hinni gríðarlega vinsælu bók japanska rithöfundarins Haruki Murakami, Norwegian Wood, segir að það hafi tekið sig fjögur ár að fá leyfi hjá rithöfundinum til að gera kvikmyndina. Víetnamsk-franski leikstjórinn Tran Anh Hung segir að Murakami hafi lengst af varist fimlega öllum tilraunum leikstjórans, en gefið leyfi […]