Jackson gerir leikna útgáfu af blóðugri teiknimynd

Samuel L. Jackson er einn duglegasti leikarinn í bransanum, og verkefnin bíða eftir honum í röðum. Jackson er nú á kynningarferð útaf Django Unchained ( sjá meðfylgjandi mynd af leikaranum í hlutverki sínu ), en einnig hefur hann verið að vinna í endurgerð myndarinnar RoboCop.

Movies.com vefsíðan greinir frá því að næsta verkefni Jackson á eftir RoboCop verði að leika í myndinni Kite, sem er Hollywood-endurgerð á hinni mjög svo ofbeldisfullu og dáðu japönsku teiknimynd. Tökur eiga að fara fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

„Eftir [RoboCop], þá ætla ég að gera leikna útgáfu af Kite, japönsku teiknimyndinni,“ sagði Jackson. „Ég mun gera leikna útgáfu af henni í Jóhannesarborg.“

Leikstjóri Kite verður David R. Ellis, sem áður hefur gert Final Destination 2CellularShark Night og Homeward Bound II: Lost in San Francisco.

Kite var upphaflega gefin út í tveimur hlutum, en var síðar klippt saman í 60 mínútna mynd til sýninga í Bandaríkjunum. Myndin, sem er frá árinu 1998, segir frá munaðarlausri stúlku sem kallast Sawa, sem reynir að finna morðingja foreldra sinna. Henni til aðstoðar eru tvær spilltar rannsóknarlöggur, Akai og Kanie, sem verða verndarar Sawa.
Smellið hér til að lesa söguna í meiri smátriðum.

Sjáið stikluna fyrir Kite teiknimyndina hér að neðan: