RoboCop snýr aftur með District 9 leikstjóra við stýrið

MGM kvikmyndaverið er með í smíðum nýja RoboCop mynd, og hefur nú ráðið District 9 leikstjórann Neill Blomkamp, til að leikstýra myndinni, sem kallast RoboCop Returns, eða RoboCop snýr aftur. Samkvæmt Deadline kvikmyndavefnum þá vonast kvikmyndaverið til þess að myndin verði sú fyrsta í nýrri seríu, en upprunlega kvikmyndin eftir Paul Verhoven naut mikilla vinsælda […]

Myndband: Blade og Tony Montana á Hell´s Club

Antonio Maria da Silva, sem er búsettur í París, hefur sent frá sér bæði dansvænt og ofbeldisfullt myndband þar sem hann klippir saman hin ýmsu atriði úr kvikmyndasögunni og lætur þau gerast á einum og sama skemmtistaðnum.  Staðinn kallar hann Hell´s Club og þar getur hreinlega allt gerst. Persónur á borð við Blade, Tony Montana, Obi-Wan Kenobi […]

Robocop í Bíó Paradís

Svartir Sunnudagar munu sýna hina klassísku kvikmynd Robocop frá árinu 1987 í Bíó Paradís þann 22. mars næstkomandi. Myndin verður sýnd kl 20:00 og er hægt að nálgast miða hér. Þeir sem ekki þekkja til myndarinnar þá gerist hún í framtíðinni og fjallar um löggu sem lætur lífið í starfi sínu og er umbreytt í hálfan mann […]

The Wolf of Wall Street oftast stolið

Kvikmynd Martin Scorsese, The Wolf of Wall Street, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki hlýtur þann vafasama heiður að vera oftast hlaðið niður ólöglega á netinu á þessu ári. Teiknimyndin Frozen kemur þar rétt á eftir, en myndunum var hlaðið niður um 30 milljón sinnum hvor um sig. Óskarsverðlaunamyndin Gravity var hlaðið niður rúmlega 29 milljón sinnum og […]

Vélmenni, kubbar og kynlíf

Það verður nóg um að vera í kvikmyndahúsum landsins um helgina og ættu allir að geta fundið sér mynd við sitt hæfi. Kubbarnir eignast líf í kvikmyndinni Lego The Movie og endurgerðin af Robocop lofar góðu. Christian Bale sýnir svo stórleik í kvikmyndinni Out of the Furnace og svo má ekki gleyma hinni kynferðislegu Nymphomaniac […]

Robocop snýr aftur – fyrsta plakatið

Fyrsta plakatið úr Robocop er komið í loftið. Myndin er endurgerð samnefndrar spennumyndar sem kom út 1987 í leikstjórn Paul Verhoeven. Leikstjóri nýju myndarinnar er José Padilha. Hún gerist árið 2028 þegar fyrirtækið OmniCorp er ráðandi afl í gerð vélmenna. Vélmenni fyrirtækisins eru að sigra í styrjöldum víðs vegar um heiminn. Núna vill fyrirtækið nota […]

Vél eða maður? – fyrsta stikla úr RoboCop

Upphaflega átti endurgerð framtíðartryllisins RoboCop að koma í bíó núna á haustmánuðum, en henni var frestað og verður frumsýnd snemma á næsta ári. Fyrsta stiklan úr myndinni var að koma út, en með aðalhlutverk í myndinni fara Joel Kinnaman, Gary Oldman, Michael Keaton, Abbie Cornish, Jackie Earle Haley, Michael K. Williams, Jennifer Ehle, Jay Baruchel, […]

Jackson gerir leikna útgáfu af blóðugri teiknimynd

Samuel L. Jackson er einn duglegasti leikarinn í bransanum, og verkefnin bíða eftir honum í röðum. Jackson er nú á kynningarferð útaf Django Unchained ( sjá meðfylgjandi mynd af leikaranum í hlutverki sínu ), en einnig hefur hann verið að vinna í endurgerð myndarinnar RoboCop. Movies.com vefsíðan greinir frá því að næsta verkefni Jackson á […]

Er Robocop í ruglinu?

Tökur á endurgerð Robocop endurgerðinni fara að hefjast innan skamms, og er stefnt á að hún komi út innnan árs, eða í ágúst 2013. Strax eru orðrómar farnir á kreik um að framleiðslan gangi illa, sem veldur áhugasömum áhyggjum. Total Recall endurgerðin gaf heldur ekki beint til kynna að það væri besta hugmyndin að endurgera […]

Sammi Jack í Robocop reboot

Samuel L. Jackson er sagður vera í samningaviðræðum um að leika fjölmiðlajöfurinn Pat Novak í Robocop endurgerðinni sem kemur í bíó næsta sumar. Áður hafa Gary Oldman og Joel Kinnaman (The Killing) staðfest að þeir muni leika í myndinni. Oldman mun leika vísindamanninn sem býr til Robocop og Kinnaman mun leika Robocop sjálfan! Fyrsta Robocop […]

Gary Oldman smíðar Robocop

Gary Oldman hefur tekið að sér hlutverk vísindamannsins Nortons í Robocop endurgerðinni sem José Padilha (Tropa de Elité) er nú að undirbúa. Mun það vera sá sem skapar sjálfa titilpersónuna – persóna sem ekki var til staðar í upprunalegu myndinni. Joel Kinnaman mun sem áður segir fara með aðalhluterk lögreglumannsins Alex Murphy sem deyr en er […]

Verður Robocop sænskur?

Þær fregnir berast nú úr draumaverksmiðjunni að sænska leikaranum Joel Kinnaman hafi verið boðið aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndaversins MGM á Robocop. Það þýðir ekki að hann hafi tekið hlutverkinu, en vissulega væri það stór áfangi fyrir leikarann. Kinnaman hefur vakið nokkura athygli undanfarin misseri, eftir að hafa leikið aðalhlutverkið í Snabba Cash hélt hann vestra […]

Robocop í Star Trek 2

Gamla brýnið Peter Weller, sem þekktastur er fyrir að hafa leikið Robocop í samnefndri mynd Paul Verhoven frá 1987 (sem nú er einmitt verið að endurgera), hefur verið ráðinn í hlutverk í framhaldi Star Trek, sem koma á út vorið 2013. Ekki er mikið vitað um hlutverk hans, en netspekingarnir telja að hann verði næstráðandi […]

Starship Troopers fær endurgerð

Það lítur út fyrir að öll ferilskrá leikstjórans Paul Verhoeven fái endurgerð; Total Recall er væntanleg á næsta ári, Robocop er í vinnslu og nú hefur verið tilkynnt að framleiðandinn bakvið Total Recall, Neal Mortiz, sé að setja Starship Troopers endurgerð í framleiðslu. Handritshöfundar Thor og X-Men: First Class, Ashley Edward Miller og Zack Stentz, […]

Vill Fassbender leika Robocop?

RoboCop endurgerðin lítur út fyrir að vera nær því að komast í gang, en Darren Aronofsky var td. einn þeirra sem ætlaði í smá stund að gera myndina. Nú þegar fjárhagsvandræði MGM eru að baki, og stúdíóið ætlar fyrst og fremst að einbeita sér að endurgerðum og framhöldum á þeim myndum sem það á í […]

Nýja Robocop verður öðruvísi

Hvort sem aðdáendum líkar það betur eða verr þá mun glæný Robocop-mynd líta dagsins ljós. Myndin er þó alls ekki í slæmum höndum en leikstjóri hennar, Jose Padilha, gerði hina marglofuðu Tropa de Elite. Padhila hefur ekki sagt frá miklu upp á síðkastið en nýlega ákvað hann að tjá sig aðeins um verkið í viðtali […]

Hvernig lítur framtíðin út – ef bíómyndirnar ráða?

Hvernig lítur framtíðin út ef við lítum aðeins á það útfrá kvikmyndum sem gerast í framtíðinni. Twitter notandinn @TremulantDesign bjó til frábæra töflu þar sem búið er að taka saman nákvæmlega við hverju við megum búast frá og með næsta ári og allt fram til ársins 3.001.988, ef við tökum mark á því sem kvikmyndirnar […]

Leit hafin að næsta Robocop – Cruise, Depp og Reeves fá boð

Eins og við greindum frá fyrir stuttu hefur kvikmyndaverið MGM ákveðið að endurræsa Robocop seríuna, sem vakti blendin viðbrögð meðal aðdáenda persónunnar. Leikstjórinn Jose Padilha, sem gerði hina stórgóðu Tropa de Elite, var ráðinn stuttu seinna og er leitin af leikara í titilhlutverkið nú hafin. MGM eru sagðir vilja þekktan leikara í hlutverkið og hafa […]

Robocop-endurgerðin fær leikstjóra og handritshöfund

Eins og kom fram fyrir stuttu mun kvikmyndaframleiðandinn MGM reyna að endurvekja gamla dýrð og eru nú margar endurgerðir í vinnslu. Þar ber helst að nefna endurgerð á spennumyndinni Robocop frá árinu 1987. Nú er búið að ráða í leikstjórastólinn sem og finna mann til að skrifa handritið. Jose Padilha, sem leikstýrði hinni stórgóðu Elite […]

Robocop og Poltergeist endurgerðar

Tímaritið Variety segir frá því í dag að kvikmyndaverið MGM, sem lýsti yfir gjaldþroti fyrir nokkru, leggji nú af stað með endurgerðir á ýmsum kvikmyndaseríum. Þar á meðal eru Robocop og Poltergeist. Robocop kom út árið 1987 í leikstjórn Paul Verhoeven og fjallaði um lögreglumann sem er gerður að vélmenni eftir að hann slasast alvarlega. […]

Irvin Kershner fellur frá

Samkvæmt frönsku fréttastofnuninni AFP er leikstjórinn Irvin Kershner fallinn frá. Kershner, sem var 87 ára, hafði lengi barist við sjúkdóminn sem dró hann loks til dauða. Irvin Kershner fæddist árið 1923 í Philadelphia í Bandaríkjunum en hann byrjaði feril sinn á heimildarmyndum upp úr 1950. Hann varð heimsfrægur fyrir nákvæmlega 30 árum síðan þegar George […]