Starship Troopers fær endurgerð

Það lítur út fyrir að öll ferilskrá leikstjórans Paul Verhoeven fái endurgerð; Total Recall er væntanleg á næsta ári, Robocop er í vinnslu og nú hefur verið tilkynnt að framleiðandinn bakvið Total Recall, Neal Mortiz, sé að setja Starship Troopers endurgerð í framleiðslu. Handritshöfundar Thor og X-Men: First Class, Ashley Edward Miller og Zack Stentz, munu sjá um handritið, en að svo stöddu er enginn leikstjóri kominn.

1997 sci-fi myndin fjallaði um stríð milli manna og risavaxna padda, en fyrir utan frábærar tæknibrellur, þá var hún minnistæð fyrir skemmtilegu gagnrýni Verhoevens á Amerísku samfélagi og ýkta notkun hans á fasisma. Hún var af ásettu ráði ótrúlega over-the-top og ostaleg, en hvort að endurgerðin haldi því verður áhugavert að sjá; enda var sú upprunalega annaðhvort elskuð eða hötuð á sínum tíma. Myndin fékk tvö beint-á-DVD framhöld sem Verhoeven kom ekki nálægt, en ekkert var nefnt hvort að þau fái einnig endurgerð. Einnig, samkvæmt aðdáenda heimasíðu Starship Troopers, er þriðja framhaldið í bígerð og mun eingöngu notast við CG tæknina.

Nú þar sem að þrjár stærstu myndir Verhoevens fá endurgerð, ætli þeir stoppi þar eða munum við sjá Basic Instinct eða Showgirls endurgerðir?