Hvernig lítur framtíðin út – ef bíómyndirnar ráða?

Hvernig lítur framtíðin út ef við lítum aðeins á það útfrá kvikmyndum sem gerast í framtíðinni. Twitter notandinn @TremulantDesign bjó til frábæra töflu þar sem búið er að taka saman nákvæmlega við hverju við megum búast frá og með næsta ári og allt fram til ársins 3.001.988, ef við tökum mark á því sem kvikmyndirnar spá fyrir um.
Við sögu koma myndir eins og Robocop, Terminator, Children of Men, Star Trek og Avatar svo fáeinar séu nefndar. En sjón er sögu ríkari. Smellið á myndina til að fá hana í fullri stærð. Góða skemmtun.