Robocop-endurgerðin fær leikstjóra og handritshöfund

Eins og kom fram fyrir stuttu mun kvikmyndaframleiðandinn MGM reyna að endurvekja gamla dýrð og eru nú margar endurgerðir í vinnslu. Þar ber helst að nefna endurgerð á spennumyndinni Robocop frá árinu 1987. Nú er búið að ráða í leikstjórastólinn sem og finna mann til að skrifa handritið.

Jose Padilha, sem leikstýrði hinni stórgóðu Elite Squad (eða Tropa de Elite) mun taka leikstjórn Robocop að sér á meðan Josh Zeturner sér um handritið. Zeturner er ekki stærsta nafnið í Hollywood en á bjarta framtíð fyrir sér eftir að handrit hans Infiltrator komst á Black List í loks árs 2010. Black List er listinn yfir bestu óframleiddu handritin í Hollywood hvert ár.

Padilha og Zeturner munu vinna saman að sögu myndarinnar, en hún fjallar um lögreglumann sem er vakinn til lífs eftir að verið hrottalega myrtur. Ætlunin er að búa til tilfinningalausa og grjótharða véllöggu, en málin flækjast þegar minningar úr fyrra lífi fara að hrjá hinn svotitlaða Robocop.

– Bjarki Dagur