Floppað í landi samúræjanna

Ef samúræja bíómynd gengur ekki í Japan, hvað þá með Bandaríkin?

Að þessu spyrja forráðamenn Universal kvikmyndafyrirtækisins sig nú eftir helgina en mynd fyrirtækisins, 47 Ronin, með Keanu Reeves í aðalhlutverkinu, fékk litla aðsókn á þessari frumsýningarhelgi sinni í landinu.

ronin 1

Myndin var rándýr í framleiðslu, kostaði einar 175 milljónir Bandaríkjadala, en tekjur myndarinnar yfir helgina í Japan nema aðeins 1,3 miljónum dala, þrátt fyrir að myndin hafi verið sýnd 333 sinnum.

Japanski markaðurinn er ekki sá auðveldasti fyrir erlendar myndir þar sem kvikmyndaframleiðsla í landinu er öflug. 47 Ronin hafði þó ákveðið forskot fram yfir aðrar erlendar myndir þar sem myndin er byggð á þekktri japanskri þjóðsögu og í henni leika kunnir japanskir leikarar, m.a. þeir Hiroyuki Sanada og Rinko Kikuchi.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum á Jóladag, þann 25. desember nk. Sérfræðingar spá myndinni 10 milljóna króna frumsýningarhelgi í Bandaríkjunum og 50 milljóna króna tekjum alls í Bandaríkjunum.