Jolie ræður grimman fangavörð

unbrokenAngelina Jolie, leikstjóri myndarinnar Unbroken, er búin að ráða japanska gítarleikarann og söngvarann Miyavi til að leika hlutverk Mutushiro Watanabe, þekktur sem „The Bird“ eða Fuglinn. Fuglinn er fangavörðurinn sem setti sér það markmið að brjóta niður þrek Lou Zamperini sem myndin er um, en Zamperini lenti í fangabúðum Japana eftir að flugvél hans hrapaði í Kyrrahafið í seinni heimsstyrjöldinni.  Zamperini lifði af í 47 daga á fleka þar til japanski herinn bjargaði honum. Fuglinn lagði Zamperini í einelti í fangabúðunum og gerði hvað hann gat til að brjóta hann á bak aftur, en án árangurs.

miyaviSamkvæmt frétt í The Variety þá hefur leitin að leikara í hlutverkið verið löng og ströng, en að lokum var það frammistaða Miyavi í prufum fyrir hlutverkið, sem heillaði framleiðendur, en sagt er að leikur hans hafi einkennst af þokka, grimmúð, viðkvæmni og fágun.

Þetta er fyrsta hlutverk Miyavi í Hollywood mynd. Jolie mun hefja tökur myndarinnar í Ástralíu eftir tvær vikur. Frumsýning er áætluð 25. desember 2014.

Miyavi er vel þekktur alþjóðlega sem tónlistarmaður, en hann mun þurfa að breyta unbr__121219015833__131011184436áætlunum sínum varðandi tónleikaferð í Asíu vegna myndarinnar.

Aðalpersóna myndarinnar, Zamperini er 96 ára í dag ( sjá meðfylgjandi mynd af honum með Angelinu Jolie ), en upphaflega átti að gera mynd eftir reynslu hans árið 1957 með Tony Curtis í aðalhlutverkinu. Það dróst úr hófi fram.

Bræðurnir Joel og Ethan Coen skrifuðu nýjustu útgáfu handrits myndarinnar eftir bók Laura Hillenbrand.