Beina sjónum almennings að evrópskri kvikmyndagerð

Bíó Paradís og RÚV hafa gert með sér samning um kaup og sýningar nýjum evrópskum kvikmyndum.  Markmið kaupanna er að auka enn frekar útbreiðslu evrópskrar kvikmyndarmenningar á Íslandi og beina sjónum almennings að gæðum og fjölbreytni evrópskrar menningar.

miele1

Um er að ræða ítölsku kvikmyndina Miele, sem verður sýnd í kvöld, kl 23:15. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013. Hún var einnig tilnefnd til Lux verðlaunanna árið 2013. Gríska kvikmyndin J.A.C.E verður sýnd þann 11. maíen myndin var tilnefnd til aðalverðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokyo árið 2011. Myndin var jafnframt sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíðinni í Reykjavík árið 2012 sem hluti af grískum fókus.

Hér má sjá umfjöllun okkar um ítölsku kvikmyndina, Miele.