Örmyndahátíð í Bíó Paradís

Örvarpið mun teygja út anga sína í bíó og halda örmyndahátíð í Bíó Paradís þann 1. mars næstkomandi. Þar verða sýndar þær 13 myndir sem fengu birtingu á netinu. Einnig verður 10 sérvöldum örmyndum gerð skil. Örmynd ársins verður svo valin af valnefnd og áhorfendum og verða verðlaun í boði.

Kynnir kvöldsins verður Gunnar Sigurðsson og mun Ragnar Bragason vera sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar. Dómnefnd skipa Jón Proppe, Marzibil Sæmundardóttir og Baldvin Z. Öllum er velkomið á hátíðina á meðan húsum leyfir.

Örmyndin "Kjöt" keppir á hátíðinni Örmyndin „Kjöt“ keppir á hátíðinni

Sérstök valnefnd valdi vikulega í vetur eitt verk til sýningar á vef Örvarpsins og um var að ræða myndir sem voru ekki lengri en 5. mínútur. Hátíðin var ætluð öllum með áhuga á kvikmyndalist – reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum.