Sex listrænar kvikmyndir í Bíó Paradís

Frá og með 11. júlí til 31. ágúst verða teknar til sýninga sex listrænar kvikmyndir sem sýndar verða í Bíó Paradís, um er að ræða samvinnu við Eye on Films verkefnið, sem er alþjóðlegt tengslanet sem leitast við að tryggja dreifingu fyrstu mynda í fullri lengd eftir áhugaverða leikstjóra.

Only-in-New-York

Hér að neðan má kynna sér þær myndir sem sýndar verða.

ONLY IN NEW YORK

Ghazi Albuliwi, 2013 / Bandaríkin / Frakkland / Tyrkland / 86 mín. / enska.

Only in New York fjallar um Arafat Sulliman, araba á fertugsaldri sem býr í New York. Hann býr ennþá heima hjá foreldrum sínum sem eru ákafir í að finna handa honum múslímska brúði. Arafat er hins vegar á þörfinni en til þess að losna undan fíkn sinni í klám fer hann að mæta á fundi fyrir kynlífsfíkla þar sem hann fær sponsorinn Kenny og lenda þeir í ýmsum ævintýrum. Eftir stórkostlega atburðarás nær Arafat að koma sér í ótrúlegar aðstæður, hann mun giftast ísraelskri stúlku sem er á höttunum eftir græna kortinu! Myndin hefur hlotið ýmsar tilnefningar á kvikmyndahátíðum og var tilnefnd sem besta kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo, ásamt því að vinna áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Montpellier Mediterranean.


THE GAMBLER

Ignas Jonynas, 2013 / Litháen / Lettland/ 109 mín. / enskur texti.

Fjárhættuspilarinn Vincentas stendur sig vel í vinnunni en þar fær hann sífellt nýjar hugmyndir  til þess að greiða fyrir fíkn sína. Einn góðan veðurdag dettur honum í hug að búa til ólöglegan leik á vinnustaðnum, þar sem vinnufélagar hans blandast inn í heim fíknarinnar og ást og örlög eru einnig viðloðandi leikinn. Hann stendur andspænis þeirri ákvörðun að velja á milli leiksins eða ástarinnar. Myndin var tilnefnd sem besta kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara og á Tallin Black Nights kvikmyndahátíðinni en hún vann sérstök verðlaun dómnefndar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Varsjá. Sýnd með ensku texta.


CLIP

Maja Miloš, 2012 / Serbía / 102 mín / enskur texti.

Hin gullfallega Jasna er unglingsstúlka sem býr í Serbíu og tilheyrir eftirstríðsárakynslóðinni. Faðir hennar glímir við lífshættulegan sjúkdóm og móðir hennar glímir við reiði gegn heiminum og finnst allt ósanngjarnt. Jasna er skotin í strák úr skólanum og leiðist inn á villigötur með því að taka sjálfa sig og gjörðir sínar upp á símann sinn, kynlíf, eiturlyf og partí verða aðalatriði í lífi hennar. En þrátt fyrir allt þetta glittir í ást og ljúfmennsku. Myndin hefur unnið til fjölda verðlauna, m.a. á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam, kvikmyndahátíðinni í Brussel, fyrir bestu leikstjórn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Transilvaníu og fyrir bestu kvikmyndina á Cinemacity kvikmyndahátíðinni í Serbíu. Sýnd með enskum texta.


MAN VS TRASH

Martin Esposito, 2014 / France / 75 mín / enskur texti.

Martin er þrítugur og er sjálfur aðalleikari og kvikmyndaleikstjóri myndarinnar. Hann heimsækir æskuslóðir sínar sem grafnar eru undir risastórum haug af rusli. Einn skúr tórir þó á enda ruslahaugsins og ákveður Martin að setjast þar að til að fylgjast með endalausum ferðum vörubíla með rusl á staðinn en líf hans breytist í helvíti eftir mánuði af lífi í ruslinu. Hann reynir þó að gera staðinn mannlegri og skemmtilegri stað en ella. Sýnd með enskum texta.


BEFORE YOU KNOW IT

PJ Raval, 2014 / Bandaríkin / 110 mín. / enska?

Hér eru um að ræða enga venjulega heimildamynd sem fjallar um eftirlaunaþegana Robert, Ty og Dennis. Þeir eru einstakir karakterar í hópi þeirra 2.4. milljóna lesbía, homma og tvíkynhneiðgra Ameríkana sem eru eldri en 55 ára, en margir þeirra mæta óréttlæti, útilokun og vanrækt. Myndin fjallar ekki um tölfræði heldur um þessa þrjá skemmtilegu karaktera sem fjalla um ævintýri sín, áskoranir og óvænta atburðarás lífsins og ástarinnar á gullnu árum sínum. Myndin hefur hlotið gríðarlega athygli og fjölda verðlauna, m.a. á LGBT-kvikmyndahátíðum í Austin, Chicago og Montreal en hún var frumsýnd á South by Southwest kvikmyndahátíðinni (SXSW) 2013.


SUPERNOVA

Tamar van den Dop, 2014 / Belgía, Þýskaland, Holland / 102 mín / enskur texti.

Hin fimmtán ára Meis býr úti í sveit ásamt fjölskyldu sinni og dreymir um viburðaríkt líf. Hennar heitasta ósk er að næsti bíll sem á leið hjá beri ævintýri meðferðis. Leið hennar liggur oft að gamalli brú þar sem afi hennar drukknaði eitt sinn forðum daga. Einn góðan veðurdag birtist bíll á svæðinu, með 19 ára strák innanborðs. Hann gæti verið sá sem Meis er búin að bíða eftir allt sitt líf, eða hvað? Myndin var tilnefnd sem besta kvikmyndin í Generation 14+ flokknum á kvikmyndahátíðinni í Berlín, Berlinale 2014. Sýnd með enskum texta.