Simpsons höfundur skrifar Angry Birds

Rovio Entertainment hefur ráðið gaman- og teiknimyndahandritshöfundinn Jon Vitti til að skrifa handritið að þrívíddarteiknimyndinni sem gera á eftir tölvuleiknum Angry Birds, sem við höfum sagt frá áður hér á síðunni. Sony Pictures mun dreifa myndinni, sem verður frumsýnd þann 1. júlí árið 2016. Vitti vann Emmy verðlaunin fyrir skrif sín fyrir King of the […]

Vinsældir þrívíddar minnka í ár segir Fitch

Breska dagblaðið The Guardian segir á vefsíðu sinni í dag að samkvæmt nýrri skýrslu frá Fitch Ratings þá muni áhorfendum á þrívíddarmyndum í bíó fækka á þessu ári, en það yrði fyrsta árið sem fækkun yrði frá því að nýja þrívíddartæknin sló í gegn með frumsýningu Avatar árið 2009. Frá því að mynd James Cameron, […]

Hreyfiplakat fyrir Jurassic Park 3D

Þrívíddarútgáfa af hinni goðsagnakenndu risaeðlumynd Júragarðinum verður frumsýnd 5. apríl nk. í Bandaríkjunum og 14. júní hér á landi. Universal Pictures hefur látið útbúa nýtt hreyfiplakat fyrir myndina, til að byggja upp eftirvæntingu fyrir því sem er á leiðinni. Á plakatinu förum við inn um hlið Júragarðsins og á móti okkur tekur öskrandi Grameðla og […]

Júragarðurinn 4 í bíó á næsta ári

Þær RISAfréttir voru að berast að gera á fjórðu Jurassic Park myndina, en myndin fjallar um það þegar risaeðlur eru vaktar til lífsins eftir að hafa verið útdauðar í tugmilljónir ára. Universal kvikmyndafyrirtækið tilkynnti í gær að hafin væri vinna við Jurassic Park 4, eða Júragarðinn 4 eins og myndin kemur líklega til með að […]

Angry Birds mynd frumsýnd 2016

Í fyrra sögðum við frá því hér á síðunni að í bígerð væri kvikmynd byggð á tölvuleiknum vinsæla, og mjög svo ávanabindandi, Angry Birds. Nú er komin hreyfing á framleiðslu myndarinnar en Rovio Entertainment, sem framleiðir leikinn, segir að kvikmyndin komi í bíó sumarið 2016, í þrívídd. Rovio segir einnig í tilkynningu að framleiðandi Despicable […]

Independence Day ekki strax í 3D

Þið sem voruð að bíða eftir að sjá stórmyndina Independence Day í þrívídd, verðið því miður að bíða enn um sinn, því myndin mun EKKI verða sýnd í þrívídd næsta sumar, eins og búið var að ákveða að gera þann 3. júlí. Framleiðslufyrirtækið 20th Century Fox hefur ekki gefið neina nýja dagsetningu, eftir að það […]

Spurlock fer í One Direction

Íslandsvinurinn og Óskarstilnefndi kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock, 42 ára, sem er þekktastur fyrir heimildamynd sína Super Size Me, þegar hann borðaði eingöngu McDonalds í heilan mánuð, mun leikstýra bakvið tjöldin – heimildamynd um bresku strákahljómsveitina geysivinsælu One Direction.  Myndin verður í fullri bíómyndalengd, og í þrívídd í þokkabót. „Þetta er ótrúlegt tækifæri og frábært fyrir hljómsveitina […]

Iron Man 3 og Thor 2 í 3D – Ant-Man sýnd 2015

Þær fréttir voru að berast frá Marvel að búið sé að ákveða að bæði Iron Man 3 og Thor: The Dark World, sem verið er að taka nú um stundir hér á Íslandi, verði sýndar í þrívídd. Auk þess hefur verið ákveðinn frumsýningardagur fyrir nýja ofurhetjumynd, Ant-Man, eða Mauramaðurinn. Ant-Man verður frumsýnd 6. nóvember 2015. […]

Sony heltekur Resident Evil stikluna

Urðu snjallsímar okkur að falli, eða er þetta ein stór auglýsing? Að sjá leynda markaðsetningar í kvikmyndum fyrir ýmsar matvörur, raftæki og vörumerki er ekkert nýtt fyrir okkur- Það er hinsvegar sérkennilegt þegar þriðjungur af stiklu er raftækjaauglýsing, þá eru menn farnir að gera sig of stóra í markaðsdeildinni. Resident Evil-serían hefur halað inn fúlgur […]

Þrívíddaræði Hollywood kortlagt

Margir eru meira en þreyttir á dýrkun Hollywood-manna á þrívídd síðan Avatar gerði garðinn frægan með nýju þrívíddartækni James Camerons, en það er þó letilegu peningaplokki í raun að kenna, ekki tækninni sjálfri. Margir tala jafnvel um að þeir sjái varla mun á þrívíddinni sem er tekin upp með sérútbúnum tökubúnaði og þegar breytt er […]

DeVito verður skeggjaður skógardvergur

Hinn heitelskaði barnabókahöfundur Dr. Seuss hefur ekki átt sjö daganna sæla í kvikmyndaheiminum þar sem Jim Carrey oflék Trölla árið 2000, sjálfan sig í Horton árið 2008 og Mike Myers gerði útaf við alla ást sem tengdist Kettinum með Höttinn árið 2004. Nú virðist hinsvegar teiknimyndaframleiðendurnir hjá Illumination Entertainment hafa fundið út hvernig skal gera […]

Nokkuð fyndin þrívíddarofnotkun

Það er nú varla annað en sanngjarnt að stóner-hóparnir fái líka jólamynd með jákvæðu gildi fyrst að börnin og fjölskyldurnar eiga einhverjar milljónir slíkra mynda. Að vísu er auðveldara fyrir jólamynd að ná klassískum status hjá svona afmörkuðum markhópi heldur en breiðari áhorfendum, og svo ég viti til er listi kannabisdrifinna hátíðarmynda afskaplega stuttur. Jafnvel […]

Þrívíddardróttinssaga á leiðinni

Það lítur út fyrir að kvikmyndafyrirtækin séu búin að fatta það að þrívíddin á nýjustu myndunum sé ekki alveg að hitta nógu mikið í mark til að fólk tími að borga aukapeninginn fyrir miðann sinn. Stúdíóin virðast hafa fundið upp leið til að halda þrívíddaræðinu lifandi (eða það er a.m.k. vonin), og það er með […]

Cameron ræðir Titanic þrívíddina

Ofurframleiðandinn og leikstjóri tveggja tekjuhæstu kvikmynda okkar tíma, James Cameron, gefur út óskarsverðlaunamyndina sína Titanic út á næsta ári í bíóhús á ný í þrívídd. Cameron er maðurinn sem tókst að koma þrívíddaræðinu til skila í heimi Hollywood-manna og síðan þá höfum við þurft að sætta okkur við þrívídd í hverju bíóhúsi og mörgum sýningum […]

Ný Stikla: Episode I 3D

Já, það þykir ekki alltaf fréttnæmt þegar 12 ára gamlar kvikmyndir fá nýja stiklu, en þegar umrædd mynd er Star Wars (eða Lion King) þá segjum við frá því. Eins og flestir vita eru Star Wars myndirnar væntanlegar í bíó aftur, og nú í þrívídd. Star Wars: Episode 1 – The Phantom Menace ríður á […]

Fleiri gamlar Disney-myndir í 3D

Þessar fréttir koma nú engum á óvart miðað við það hversu góða hluti The Lion King er að gera í bíó um þessar mundir. Nú hefur Disney/Pixar ákveðið að gefa út fleiri eldri myndir, og þetta flest allt bara handan við hornið. Það á reyndar aðallega við um bandaríkin en ég á erfitt með að […]

Top Gun í þrívídd

Nú á dögunum var haldin sérstök prufusýning í kvikmyndahúsi í Amsterdam, þar sem áhorfendur fengu meðal annars að sjá fjórar mínútur úr myndinni Top Gun þar sem var búið að breyta henni í þrívíddarmynd. Viðtökur voru býsna jákvæðar og er talið að á næsta ári fengi öll myndin bíóútgáfu ef leikstjórinn Tony Scott samþykkir breytinguna. […]

Bíósumarið talið hafa valdið vonbrigðum

Sumarvertíð bíómynda er að baki núna, og frá fyrstu helginni í maí fram að lokum ágústmánaðar er heildartala stórmyndanna talin vera í kringum 4,4 milljarðir dala, sem er minna en 1% aukning frá síðasta ári samkvæmt heimildum The New York Times. Þetta þykir nokkuð svekkjandi tala vegna þess að 18 myndir voru gefnar út í […]

Spy Kids ekki fyrsta lyktarmyndin

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Spy Kids 4 (sem þeir kalla reyndar Spy Kids 3 í fréttinni ) verði bæði í þrívídd og með sérstöku lyktarspjaldi. Þessa nýjung kalla framleiðendur 4D. Haft er eftir Guðmundi Breiðfjörð markaðsstjóra hjá Senu að þetta muni vera í fyrsta sinn sem þetta sé gert á Íslandi. Þetta […]

Langaði að láta skjóta úr sér augað – viðtal við Nicolas Cage

Nicolas Cage gerir fátt betur en að leika menn með djöfulinn á hælum sér. Persóna hans í Drive Angry, John Milton, á einmitt við þann vanda að stríða, en hann hefur snúið úr helvíti til að bjarga barnabarni sínu frá því að vera fórnað í satanískri trúarathöfn. Við ræddum við Cage um að drekka bjór […]

Helgin í bíó: Bíókreppan er búin – Thor og Fast Five slá í gegn

Síðustu mánuðir hafa verið afar magrir í bíó, ef litið er á aðsóknartölur. Hér á Íslandi hafa aðeins fjórar myndir komist yfir 20.000 áhorfendur og aðeins ein yfir 25.000 (Klovn: The Movie, sem fór yfir 42.000 manns í upphafi árs), og eins hafa fyrstu fjórir mánuðirnir í Bandaríkjunum verið löng eyðimerkurganga fyrir vongóða framleiðendur, því […]

Hobbitinn tekinn upp í 48 römmum á sekúndu

Nýjustu fréttir af Hobbitanum eru þær að myndin verður tekin upp í 48 römmum á sekúndu í stað 24a ramma á sekúndu sem flestar kvikmyndir eru. Peter Jackson útskýrir í löngu máli hvers vegna á Facebook. Eru helstu kostir þessa, samkvæmt Jackson, að myndin verður miklu skýrari og er sérstaklega gott að horfa á þrívíddarútgáfur […]

Spider-Man fær titil

Hin væntanlega ‘endurræsing’ á Spider-Man seríunni hefur nú fengið fastan titil, en myndin mun bera heitið The Amazing Spider-Man. Þetta tilkynnti Sony nú fyrir stuttu, en þeir létu fyrsta opinbera skotið af Köngulóarmanninum fylgja með. Eins og flestir vita er það Andrew Garfield, úr the Social Network, sem fer með hlutverk hetjunnar liðugu, en honum […]

Fleiri Matrix á leiðinni

Keanu Reeves var nýlega staddur í London School of Performing Arts þar sem hann talaði við nemendur um feril sinn og hvernig hægt væri að vinna sem ungur leikari. Meðal þeirra kvikmynda sem hann talaði um voru Bill & Ted serían og væntanlegt framhald í henni, en gríðarlega athygli vakti þegar einn nemandinn spurði um […]

Klovn langvinsælust á Íslandi – True Grit á toppinn í USA

Klovn: The Movie fer greinilega vel ofan í Íslendinga, því aðra helgina í röð er hún vinsælust í bíóum hér á landi. Fékk hún tæpa 7.000 áhorfendur í bíó um helgina og er þegar komin í tæpa 20.000 áhorfendur á aðeins rúmlega viku. Stóð hún af sér ásókn þriggja nýrra mynda, en The Tourist og […]

Fincher ætlar að gera 3D fyrir Disney

Leikstjórinn David Fincher, þekktur fyrir myndir eins og Fight Club, Seven og Social Network, segir í samtali við vefmiðilinn Collider að hann sé að gíra sig upp í að gera sínu fyrstu þrívíddarmynd. Í viðtalinu, sem fjallar aðallega um útgáfu a Social Network á DVD og Bluray og helstu aðferðir Finchers sem kvikmyndaleikstjóra, segir hann […]

TILNEFNINGARNAR OPINBERAÐAR: KVIKMYNDAVERÐLAUN MYNDA MÁNAÐARINS OG KVIKMYNDIR.IS

Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða haldin í fyrsta sinn í lok janúar, en eftir umfangsmikið forval, bæði meðal penna blaðsins og fleiri fróðra manna og margra af dyggustu notendum vefsins, eru tilnefningarnar tilbúnar og eru birtar hér. Það er sérstaklega gaman að því hversu fjölbreyttar íslensku tilnefningarnar eru, enda hafa sjaldan verið gefnar út […]

Jackass 3.5 verður sett á netið

Johnny Knoxville og hinir asnakjálkarnir í Jackass hópnum ætla að endurtaka leikinn frá því árið 2007, og fylgja nýjustu kvikmynd sinni Jackass 3D eftir með mynd sem unnin er úr „afgöngum“ sem komust ekki á hvíta tjaldið í Jackass 3D. Myndin verður kölluð Jackass 3.5. Framleiðendur myndarinnar, Paramount Pictures og MTV Films, tilkynntu í dag […]

Potter langefstur á Íslandi aðra helgina í röð

Það var ekki jafnmikil spenna á Íslandi og í Bandaríkjunum um hvaða mynd næði að hirða toppsætið. Harry Potter and the Deathly Hallows – Part I var óskoraður sigurvegari aðra helgina í röð. Í þetta sinn fóru um 6.500 áhorfendur í bíó til að fylgjast með ævintýrum Harry og félaga, og eru nú um 26.000 […]

Harry Potter með stærstu frumsýningarhelgi ársins

Það kemur nákvæmlega engum á óvart að Harry Potter and the Deathly Hallows – Part I hafi náð toppsætinu næsta örugglega um helgina í íslenskum bíóum, en á leiðinni þangað náði Harry að slá met yfir stærstu frumsýningarhelgi ársins. Alls fóru 12.176 áhorfendur að sjá næstsíðasta kaflann um ævintýri Harry, Hermione, Rons og Voldemort á […]