Cameron ræðir Titanic þrívíddina

Ofurframleiðandinn og leikstjóri tveggja tekjuhæstu kvikmynda okkar tíma, James Cameron, gefur út óskarsverðlaunamyndina sína Titanic út á næsta ári í bíóhús á ný í þrívídd. Cameron er maðurinn sem tókst að koma þrívíddaræðinu til skila í heimi Hollywood-manna og síðan þá höfum við þurft að sætta okkur við þrívídd í hverju bíóhúsi og mörgum sýningum hvort sem okkur líkar það eða ekki.

Þó er ástæða fyrir því að honum tókst að gera þrívíddina svona vinsæla og vakti lof gagnrýnenda jafnt og áhorfenda fyrir þrívíddinni í Avatar, enda skilur maðurinn fullkomlega til hvers þrívídd í kvikmyndum er í raun, hvernig á að nota hana og af hverju hún skiptir máli fyrir upplifun áhorfenda í bíósalnum. Þetta allt útskýrir hann í meðfylgjandi myndbroti:

Sama hvað þér finnst um Cameron verður þú að viðurkenna að hann sýnir verki sýnu mikinn unað og ást eins og sést í þessari kynningu. Hann sýnir einnig að hann veit algjörlega hvað skal gera með þessa umtöluðu tækni. Ekki einungis hefur hann bætt þrívíddinni í málin heldur einnig hefur hann hreinsað upp myndina til að hún skín sitt skærasta á næsta ári. Cameron og teymi hans hafa unnið að umbreyta myndinni stafrænt í rúmar sextíu vikur og hefur ferlið kostað 18 milljónir bandaríkjadollar en Cameron segir að myndin hefur líka aldrei litið jafn vel út.

Einnig er merkilegt að myndin verður sýnd í bíóhúsum í Bandaríkjunum 6. apríl, fjórum dögum fyrir 100 ára afmæli brottfarar Titanic skipsins sem hóf sína fyrstu og einu siglingu 10. apríl 1912. Er ekki þrívíddin farin að hljóma betur núna fyrst maður veit að fagmaður tækninnar er á bakvið stýrið?