Angry Birds mynd frumsýnd 2016

Í fyrra sögðum við frá því hér á síðunni að í bígerð væri kvikmynd byggð á tölvuleiknum vinsæla, og mjög svo ávanabindandi, Angry Birds. Nú er komin hreyfing á framleiðslu myndarinnar en Rovio Entertainment, sem framleiðir leikinn, segir að kvikmyndin komi í bíó sumarið 2016, í þrívídd.

Rovio segir einnig í tilkynningu að framleiðandi Despicable Me, John Cohen, verði framleiðandi, ásamt David Maisel, fyrrum stjórnarformanni Marvel Studios, og framleiðanda Iron Man.

Angry Birds leikurinn er þriggja ára gamall, og honum hefur verið halað niður eitt þúsund milljón sinnum.

Sjáið stiklu hér að neðan úr nýjustu útgáfu Angry Birds, sem er með Star-Wars þema:

Stikk: