Kvikmynd byggð á Angry Birds í bígerð

Já, þið lásuð rétt.

Rovio, framleiðandi hins geysivinsæla Angry Brids leiks, hefur hafið framleiðslu á nokkrum tölvugerðum stuttmyndum um fuglana ósáttu og munu þær undirbúa áhorfendur fyrir kvikmynd í fullri lengd.

David Maisel, maðurinn sem hjálpaði Marvel að verða risi í kvikmyndaiðnaðinum, hefur gengið til liðs við Rovio og ætlar að eigin sögn að setja fyrirtækið á sama plan og Pixar, en nýlega festu Rovio kaup á finnska teiknimyndaframleiðandanum Kombo.

Angry Birds ferðast nú um Hollywood en hefur enn ekki laðað til sín leikstjóra. Nú bíðum við bara spennt eftir fréttum af Angry Birds-myndinni og þurfum að láta leikinn duga í bili.

Stikk: