Hreyfiplakat fyrir Jurassic Park 3D

Þrívíddarútgáfa af hinni goðsagnakenndu risaeðlumynd Júragarðinum verður frumsýnd 5. apríl nk. í Bandaríkjunum og 14. júní hér á landi.

Universal Pictures hefur látið útbúa nýtt hreyfiplakat fyrir myndina, til að byggja upp eftirvæntingu fyrir því sem er á leiðinni. Á plakatinu förum við inn um hlið Júragarðsins og á móti okkur tekur öskrandi Grameðla og dramatísk tónlist myndarinnar:

Jurassic Park var frumsýnd árið 1993 og hlaut þrenn Óskarsverðlaun, en sýning þrívíddarútgáfunnar ætti að verða kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki sáu myndina á sínum tíma að upplifa hana nú í fyrsta skipti í þrívídd, og einnig fyrir hina sem hafa séð myndina að endurupplifa hana á nýjan hátt.

Aðalhlutverk í myndinni leika þau Sam Neill, Laura Dern, Jeff Goldblum, Samuel L. Jackson og Richard Attenborough, en myndin er byggð á skáldsögu eftir Michael Crichton. Leikstjóri er Steven Spielberg.

Söguþráðurinn er á þessa leið: Vegna stórkostlegra tækniframfara hefur mönnum nú tekist að búa til eyju sem er full af lifandi risaeðlum. John Hammond, skapari garðsins, býður fjórum einstaklingum, ásamt afabörnum sínum, að koma með sér til Júragarðsins, eins og eyjan er kölluð. En nú er spurning hvort að þeim sé óhætt á eyjunni, og hvort allt fer eins og áætlað var. Til dæmis gæti það sett strik í reikninginn þegar einn af starfsmönnum garðsins reynir að stela risaeðlufóstrum, og til að bregðast við því þarf að slökkva á öllu rafmagninu í garðinum. Heimsóknin er nú við það að breytast í martröð, og menn verða að berjast fyrir lífi sínu.

Myndin verður frumsýnd eins og fyrr sagði, 5. apríl í Bandaríkjunum en 14. apríl hér á Íslandi.