Fleiri gamlar Disney-myndir í 3D

Þessar fréttir koma nú engum á óvart miðað við það hversu góða hluti The Lion King er að gera í bíó um þessar mundir. Nú hefur Disney/Pixar ákveðið að gefa út fleiri eldri myndir, og þetta flest allt bara handan við hornið. Það á reyndar aðallega við um bandaríkin en ég á erfitt með að trúa því að það sé ekki stutt á eftir hér á landi.

Þetta eru myndirnar sem koma næst út:

BEAUTY AND THE BEAST – 13. janúar, 2012

FINDING NEMO – 14. september, 2012

MONSTERS INC. – 18. janúar, 2013 (Monsters University kemur út á sama ári)