Mega koma með heimilismat í bíó

Yfirvöld í Mharastra, öðru stærsta ríki Indlands, hafa lýst því yfir að fólk megi nú koma með mat að heiman inn í bíó í Maharashtra, en tilkynning um þetta var gefin út á dögunum. Í yfirlýsingu yfirvalda segir einnig að ef að starfsfólk bíóhúsa reyni að hindra þetta, þá muni verða gripið til aðgerða gegn […]

Tíu reglur sem þú þarft að muna í bíó

Það er fátt betra en að skella sér í bíó og horfa á vel heppnaða mynd. Bíó-mannasiðirnir þínir þurfa samt að vera í lagi, bæði svo að þú getir notið myndarinnar og einnig þeir sem sitja í næsta nágrenni við þig. Reglur um góða hegðun í bíó ná aftur til þöglu myndanna, en stundum virðist fólk […]

SAMbíóin loka á Selfossi í kvöld

Síðustu sýningar Sambíóanna í Selfossbíó eru í kvöld en eftir það verður bíóinu lokað. Í sal 1 verður heimildarmyndin Hreint hjarta sýnd kl. 20 og 22 en myndin, sem fjallar um sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, prest á Selfossi hefur fengið góða aðsókn í bíóinu á undanförnum dögum. Í sal 2 er rómantíska gamanmyndin Hope Springs sýnd kl. […]

Mikilvægt efni, meðalgóð útfærsla

Bully er sérstaklega gerð til þess að gera mann reiðan, leiðan og segja fólki að ruslast á fætur svo það verði einhver breyting í heiminum. Mér finnst þess vegna ekkert ólíklegt að hér sé mögulega ein mikilvægasta heimildarmynd sem hefur fengið víða dreifingu, eða a.m.k. hvað borðliggjandi málefni varða. Stríðnispúkar, hrekkjusvín og/eða fantar (hvað sem […]

Svellköld stikla fyrir Frost

Nýjasta mynd Reynis Lyngdal, Frost, er öll að púslast saman eftir erfiðar tökur í vetur og verður hún frumsýnd þann 21. september í Sambíóunum. Aðalleikarar eru Björn Thors, Anna Gunndís, Helgi Björns og Hilmar Jónsson. Kvikmyndafélag Íslands framleiðir þennan spennuþriller. Nú getið þið séð 30 sekúndna stiklu, og metið hvort hér sé á ferðinni næsta […]

Steikt, litrík og stutt

Einkenni Dr. Seuss-bókanna voru oftast þau sömu; persónur voru ýktar, heimurinn furðulegur, frásögnin einföld og boðskapur sterkur og áberandi. Bækurnar voru mjög stuttar og er það ein af ástæðunum af hverju það hefur ekki gengið svo vel að gera bíómyndir úr þeim. Ég veit heldur ekki hvaða aulum fannst það sniðug hugmynd að búa til […]

Sýnir framfarir en alls ekki miklar

(ath. þessi umfjöllun gefur það upp hvort það eru góðu gaurarnir eða vondu gaurarnir sem vinna, og ef þú ert virkilega það tregur eða lyktandi af óskhyggju eins og svarið við því sé ekki lúðalega augljóst, þá myndi ég segja þér að lesa ekki lengra. Og kannski ráðleggja þér að fá þér lúr) Clash of […]

Aðeins fyrir afmarkaða hópa!

Ef einhver myndi velta fyrir sér hvernig mynd eftir Michael Bay yrði eftir að hann myndi missa annað augað, fá heilaskaða og nota svona 5% af fjármagninu sem hann notar venjulega, sem dælist í handrit sem var skrifað á handabakið hans, þá yrði Act of Valor sú ólyktandi filma. Jákvæðustu áhrifin sem þessi hafði á […]

Grípandi túlkun á endurunninni sögu

Eins og gengur og gerist með bíóaðlaganir á vinsælum bókum (hvað þá seríum) getur það skipt heilmiklu máli upp á álit manns á myndinni að gera hvort bókin hafi verið lesin eða ekki. Þeir sem hafa lesið The Hunger Games-bókina munu sjá þessa mynd í allt öðruvísi ljósi en þeir sem hafa ekki gert það. […]

The Dark Knight Rises verður LÖNG!

Samkvæmt orðrómi frá MTV er ofurleikstjórinn Christopher Nolan búinn að sýna hausunum hjá Warner Bros. grófklippta útgáfu af The Dark Knight Rises. Vitaskuld er ekki vitað mikið um helstu smáatriði frá þeim en það sem menn vita hins vegar er að útgáfan sem Nolan sýndi var næstum því fjórir klukkutímar að lengd! Augljóslega kæmi aldrei […]

Húmorslaus stemmari

Gott partý er gott partý, og EPÍSKT partý er oftar en ekki þess virði að ræða um en þó í mjög takmarkaðan tíma ef maður upplifði það ekki sjálfur. Ég skil ekki alveg hvers vegna ég ætti að vilja horfa á heila bíómynd, og þá gamanmynd, í fullri lengd þar sem aðaláherslan er lögð á […]

Áhorf vikunnar (5.-11. mars)

Það lítur út fyrir að það verði ekkert annað en bara stórt bil í bíó á mili myndanna Svartur á leik og The Hunger Games (þegar hún lætur sjá sig eftir tæpar tvær vikur). Það virðast allavega enn vera uppseldar sýningar á sannsögulega harðkjarna skítnum sem sýndur er í nokkrum stærstu sölum landsins. Einhverjir kíktu […]

Djúpið færist um fimm mánuði

Það gerist oft þegar íslenskum bíómyndum er frestað. Til dæmis átti Svartur á leik að vera upphaflega frumsýnd núna síðastliðinn janúar áður en hún var færð um tvo mánuði. Síðan hefur ekkert enn heyrst af myndinni Þetta reddast (hentugur titill miðað við framleiðsluvesenið á henni), en hún fór víst í tökur fyrir tæplega þremur árum […]

Svartur á met!

Íslenska glæpamyndin Svartur á leik var frumsýnd á föstudaginn, eins og kannski menn hafa tekið eftir, og það lítur ekki út fyrir annað en að hún hafi farið af stað með pomp og prakt. Hún gerði allt vitlaust um helgina í öllum þeim kvikmyndahúsum þar sem hún var sýnd og seldist upp á langflestar sýningar. […]

Harry Potter og draugahúsið

Ég er nú ansi hræddur um að Daniel Radcliffe þurfi að sýna mér örlitla þolinmæði ef ég gæti átt erfitt með að kaupa hann sem einhvern annan karakter en Harry Potter. Elsku drengurinn gerir aðdáunarverða og heiðarlega tilraun til þess að prófa nýja hluti eftir að epíska serían um galdrastrákinn kláraðist. En þegar einhver leikur titilhlutverkið í brelludrifnum […]

Töffaraskapur með litlu skemmtanagildi

Enn og aftur sannar Steven Soderbergh það sem mér hefur ávallt fundist um hann; Hann er sniðugur leikstjóri sem ég ber virðingu fyrir en næ aldrei að elska. Hann nýtur þess alltaf að prófa öðruvísi hluti sem eru kryddaðir einkennilegum stíl. Hann hleypur í hlutina eins og kvikmyndaskólanemi sem hatar normalt form, og það er ekki endilega […]

Sveittur skyndibiti í bíóformi

Journey 2: The Mysterious Island er aðeins betri en hún lítur út fyrir að vera, en það segir samt ekki neitt. Myndin er nákvæmlega það sem þú heldur og hún gerir litla tilraun til þess að höfða til þeirra sem elska allar myndir eftir Scorsese eða Aronofsky. Ég vissi alveg við hverju ég átti að […]

Andleg misþyrming í 90 mínútur

Af öllum ofurhetjumyndum sem ég hefði verið til í að sjá framhald af, þá var Ghost Rider ekki beinlínis ofarlega á listanum mínum og eitthvað á ég erfitt með að trúa því að margir aðrir voru betlandi fyrir að sjá slíkt. Ég var svosem ekki á móti þeirri hugmynd að skipta um leikstjóra og ekki síst þegar […]

Svartur á leik færist nær

Íslenski glæpaþrillerinn Svartur á leik er frumsýndur eftir viku og til að trekkja fólk upp hefur verið gefin út glæný stikla fyrir myndina, sem Vísir frumsýnir í dag. Nýja sýnishornið gefur upp talsvert meira heldur en „kitlan“ gerði, og má eiginlega deila um það hvort það sé ekki verið að sýna frá of miklu. Að […]

Eitruð vælumynd eða vandað drama?

Persónulega finnst mér ómögulegt fyrir nokkurn mann að vera með brennandi áhuga á kvikmyndum af öllum stærðum og gerðum án þess að vera reiðubúinn til þess að opna sig tilfinningalega gagnvart einlægum og dramatískum sögum sem vita hvað þær eru að gera. Ég skal alveg viðurkenna, að burtséð frá því að vera loðið ílát af […]

Týpískt er ekki nógu sterkt orð

Fyrra orðið í titlinum Safe House gæti ekki verið meira viðeigandi til að lýsa framleiðslunni í heild sinni, því það er ótrúlega erfitt að finna spennumynd sem er svona klisjukennd, formúlubundin og tekur jafnfáar áhættur og þessi. Þetta er svosem enginn sjálfvirk ávísun á hörmulega bíómynd, en þetta þýðir samt að það séu litlar líkur […]

Bitlaust grín með hressum leikurum

This Means War er kannski asnalegur titill en þetta er alls ekki glötuð mynd. Það eru kaflar sem eru býsna fyndnir og skemmtilegir – þótt þeir séu nú ekki voða margir – og mér finnst alltaf gaman að sjá þegar góðir leikarar sýna á sér nýja hlið. Myndin er samt heldur ekki góð. Hugmyndin um […]

Viltu vita meira um Taken 2?

Í fullri alvöru, hvernig í ósköpunum er ekki hægt að fíla Taken? Ég geri mér grein fyrir því að margir erlendir gagnrýnendur geta svarað mér þessari spurningu ýtarlega (þar sem þeir voru ekki allir eins jákvæðir og áhorfendur), en það er líka löngu vitað að gagnrýnendur eiga erfitt með að skemmta sér, enda er það […]

Stærstu vonbrigði allra tíma… í 3D

Auðgleymdar ferðir í bíóið eru því miður alltaf algengari heldur en þessar sem skara fram úr, og þannig er það á hverju ári. Þess vegna met ég það mikils þegar ég sé eitthvað sem hittir beint í litla, nöldrandi hjartað mitt og þess vegna elska ég þá hugmynd að koma með gamlar, sígildar myndir í bíó aftur. Þá er einmitt hægt að njóta þeirra eins og var alltaf […]

Bíódýrið Húgó heillar upp úr skónum

Eftir glæsilegan, fjögurra áratuga feril er eiginlega orðið tilgangslaust að fjalla eitthvað ítarlega um nýjustu verkin hans Martins Scorsese. Jú jú, myndirnar hans eru ekkert alltaf jafngóðar en þær eru næstum því allar þess virði að sjá, og í rauninni ætti frekar að gagnrýna það sem misheppnast hjá honum því það gerist svo sannarlega ekki […]

Freud sest í aftursætið

Alveg sama hversu djarfar, abstrakt, vandaðar eða athyglisverðar sumar myndirnar hans eru, þá er David Cronenberg sjaldan maður að mínu skapi. Það er alltaf margt til að dást að hjá honum, en sjaldan nóg til að heilla mann alveg og það gerist stórfurðulega oft þegar flestar myndirnar hans eru nýbúnar, að mér líður alltaf eins […]

Ferskur vinkill á gamalt form

Sættum okkur við staðreyndirnar. Við erum öll mannleg og vonandi flest með húmor, sem þýðir að ef t.d. karlkyns drengur á háskólaaldri myndi allt í einu öðlast ofurkrafta, þá yrðu þeir fyrst og fremst notaðir í sjálfelskt fjör og prakkaraskap. Ég get til dæmis alveg ímyndað mér það að í svipaðri aðstöðu myndi ég ekki […]

Grimm en samt pínu þreytandi karakterstúdía

Joe Carnahan er maður sem fer oftast ekki mjög fínt í hlutina. Hann gerir hráar, bandbrjálaðar og ofbeldisfullar testósterónmyndir og virðist alveg eiga heima á þeim velli. Það þykir mér ekki skrítið að þegar meðaláhorfandinn ætlar að skella sér að kíkja á þessa mynd, þá heldur hann að hann sé að fara að horfa á […]

Ljúft og skemmtilegt tímaflakk

Hugsið ykkur. Fyrir nánast heilli öld síðan hefði þetta verið dæmigert afþreyingarbíó. Í dag er þetta séð sem einhvers konar listræn tilraun, sérsniðin fyrir bíónörda sem elska að vitna í kvikmyndasögu, eldri kynslóðir sem ólust upp við þöglar myndir og snobbaða gagnrýnendur með fortíðarþrá. Það er ekki af ástæðulausu að kvikmyndagerðin þróaðist eins og hún […]

Annar gullmoli frá frábærum leikstjóra

Alexander Payne er heldur betur ómetanlegur gæi sem virðist stöðugt hækka í áliti hjá mér, þrátt fyrir að vera nú þegar einn af skemmtilegri leikstjórum sem eru til þarna úti. Alveg frá því að ég sá hina stórfínu Election hef ég haft áhuga á því sem hann gerir og í dag eru fáir sem meðhöndla […]