Svellköld stikla fyrir Frost

Nýjasta mynd Reynis Lyngdal, Frost, er öll að púslast saman eftir erfiðar tökur í vetur og verður hún frumsýnd þann 21. september í Sambíóunum. Aðalleikarar eru Björn Thors, Anna Gunndís, Helgi Björns og Hilmar Jónsson. Kvikmyndafélag Íslands framleiðir þennan spennuþriller.

Nú getið þið séð 30 sekúndna stiklu, og metið hvort hér sé á ferðinni næsta Köld slóð eða ekki.