Oldboy áhorfendur kveinkuðu sér

oldboyÁhorfendur á sérstakri forsýningu á nýjustu mynd bandaríska leikstjórans Spike Lee, Oldboy, kveinkuðu sér undan grófum ofbeldisatriðum myndarinnar, auk þess sem endir myndarinnar setti marga úr jafnvægi.

Variety kvikmyndaritið segir frá þessu á vefsíðu sinni, en forsýningin fór fram í AMC Lincoln Square bíóhúsinu.

„Ég hef aldrei verið slegnari og meira undrandi yfir endi á bíómynd nokkru sinni, nema þá helst í The Sixth Sense, sagði Elizabeth Olsen, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. „Það var enginn búinn að segja mér frá endinum þannig að ég kom að myndinni algjörlega óundirbúin.“

Bæði þessi mynd Lee, og upprunalega mynd Suður Kóreumannsins Park Chan-wook frá 2003, eru lauslega byggðar á samnefndri japanskri teiknimyndasögu.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 27. nóvember nk.