Oldboy plaköt sýna Brolin í hefndarhug

Hingað til hefur lítið verið birt úr endurgerð bandaríska kvikmyndaleikstjórans Spike Lee á  kóresku myndinni Oldboy. Í vor birtum við fyrsta plakatið úr myndinni, sem var  frekar einfalt og var upphaflega birt á Cinema Con ráðstefnunni, en fátt annað hefur birst til þessa.

Í gær birtust hinsvegar á netinu fjögur ónotuð plaköt úr myndinni, sem gefa fyrirheit um það sem koma skal.

Sjáðu plakötin hér fyrir neðan:

oldboy 1 oldboy 2 oldboy 3 oldboy 4

Plakötin eru eftir listamanninn Juan Luis Garcia, og gefa fyrsta innlit í  persónu Josh Brolin, sem hefur verið haldið föngnum í einangrun í tuttugu ár eftir að hafa verið rænt og haldið sem gísl allan þennan tíma.

Þegar honum er sleppt úr prísundinni þá fer hann af stað í mikla hefndarför til að reyna að finna þann sem skipulagði þessa furðulegu en skelfilegu refsingu. Hann kemst fljótt að því að hann er ennþá fastur í vef svika og áþjánar.

Aðrir leikarar eru m.a. Samuel L. JacksonElizabeth Olsen og Sharlto Copley.

Oldboy verður frumsýnd 25. október nk.