Spike Lee leikstýrir Oldboy

Mandate Pictures hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að leikstjórinnSpike Lee, sem hefur gefið frá sér myndir á borð við 25th Hour og Inside Man, mun leikstýra endurgerðinni af Oldboy.

Oldboy er spennumynd frá Suður-Kóreu sem gefin var út árið 2003 og er í dag talin alger klassík. Myndin fjallar um mann sem er rænt og hann læstur inni á hótelherbergi í heil 15 ár. Þegar hann loksins sleppur út hefst leit hans að þeim sem ber ábyrgð á fangavist hans, en þeir hinir sömu hafa ekki lokið sér af við greyið manninn.