Náðu í appið

Oldboy 2005

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. janúar 2005

15 years of imprisonment, five days of vengeance

120 MÍNKóreska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 77
/100
Fékk Gullpálmann í Cannes árið 2004.

Venjulegum manni er rænt og honum er haldið föngnum í skítugum klefa í 15 ár án útskýringa. Hann þá látinn laus, hann fær peninga, síma og dýr föt. Á meðan hann reynir að fá einhverja skýringu á fangavistinni og hugsar leiðir til hefnda, þá uppgötvar hann að sá sem rændi honum ætlar honum stærra hlutverk. Nú hefur hann einungis 5 daga til að finna... Lesa meira

Venjulegum manni er rænt og honum er haldið föngnum í skítugum klefa í 15 ár án útskýringa. Hann þá látinn laus, hann fær peninga, síma og dýr föt. Á meðan hann reynir að fá einhverja skýringu á fangavistinni og hugsar leiðir til hefnda, þá uppgötvar hann að sá sem rændi honum ætlar honum stærra hlutverk. Nú hefur hann einungis 5 daga til að finna kvalara sinn.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (8)


Myndin fjallar um Dae-su Oh en honum var rænt og settur í fangelsis einangrun í fimmtán ár. Honum er svo sleppt og hefur hann aðreins fimm daga til að leysa alla gátuna og svara öllum spurningum sem hafa verið í höfðinu á honum á meðan hann var í fangelsinu.

Oldboy fannst mér einstaklega góð mynd því það var eitthvað við hana sem var allt öðruvísi en í hin týpíska ameríska mynd. Handritið af myndinni er frábært og plottið er eitt það besta sem ég hef séð. Öll umgjörðin er til fyrirmyndar og þegar maður er búin að horfa á hana er þetta algjörlega þannig mynd sem lætur þig hugsa.

Myndin var mjög óraunveruleg á köflum en ef þú lætur það ekki á þig fá þá skiptir það engu.

Fullt hús!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hmm, alveg fóru ógeðsatriðin fram hjá mér sko..

Þessi mynd er alveg hreint rosaleg! Ég hef líka séð hinar myndirnar eftir sama leikstjórann (Sympathy for Mr Vengeance, Joint Security Area og stuttmyndina Cut) og þær eru alls ekki slæmar heldur.

Eins og allt gott sem kemur frá Asíu eru kanarnir að endurgera þessa skilst mér, ójæja, ég þarf amk ekki að sjá endurgerðina..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd í alla staði. Góður leikur, gott handrit og góð myndataka. Hugmyndin á bakvið handritið er frábært. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þess vegna fær þessi mynd fjórar stjörnur frá mér. Þetta er mynd sem ekki er hægt að gleyma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var svo heppin að eiga 1/2 bróður sem á þessa mynd á DVD, fékk hana lánaða og varð ekki fyrir vonbrigðum, skemmtilega steikt mynd oft á tíðum en nenni ekki að vera einhver kvikmynda wisguy og segji bara að mér fannst hún mjög góð og mæli eindregið með henni, svo er annað með Hollywood remake sem kemur 2006, efast að hún nái þessari frekar en margar aððrar endurgerðir.

Koller Krusty rúllar !!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kóreskt brjálæði!
Söguþráður Oldboy er voða basic í upphafi. Við fylgjumst með Oh Dae-Su, sem af einhverjum ástæðum hefur verið innilokaður í sérstöku herbergi í 15 ár. Eftir að honum er sleppt kemst hann að því að fjölskylda hans hefur verið myrt. Angandi af reiði leitar hann hefnda. Aftur á móti gerir hann sér ekki grein fyrir því að þetta hefndarplan hans er fyrirfram skipulagt og aðeins upphafið á því sem þeir sem hófu þetta ætlast til af honum.

Eftir að hafa þolað ýmsar misáhugaverðar tilraunir bandarískra kvikmynda sem snúast um hefndina þá tekst Kóreumönnum að sýna hvernig rétt skal fara að þessu, og um leið gera eitthvað nýtt. Oldboy er óþægileg og ógeðsleg mynd, en umfram allt geysilega sterk, og mjög nálægt því að vera meistaraverk.

Sagan er þétt og frábærlega skrifuð, með virkilega óvæntu plotti sem erfitt er að sjá fyrir. Og jafnvel þótt um hefndarþriller sé að ræða er hún á sinn hátt nokkuð frumleg. Dramatíkin er líka svo kröftug en í senn truflandi. Leikurinn er framúrskarandi, sérstaklega hjá Min-sik Choi í aðalhlutverkinu. Maðurinn er rosalegur, og öll frammistaða hans, þ.á.m. í endanum, situr lengi eftir í manni. Punisher-inn hans Thomas Jane er eins og einhver kórdrengur í samanburði við hann og hans brjáluðu aðferðir.

Svo er myndin bara svo fjandi klikkuð yfirhöfuð! Ofbeldið er hart og á köflum nánast óbærilegt. Það nýtur sín einnig eftirminnilega. Hápunktur þess er vafalaust umtalaða senan á ganginum þar sem sögupersónan berst við hóp af mönnum, og er sú sena ein samfelld taka án þess að nokkuð sé klippt inn í.

Mér fannst samt eins og myndin hafði meira ógnvægileg áhrif á áhorfandann gegnum plottið sjálft. Það er ekki bara ofbeldið sem gerir myndina svona ákafa, heldur stefnan í söguþræðinum, og lokafléttan er án efa ein sú óvæntasta sem undirritaður hefur séð í kvikmynd undanfarin ár. Ég veit ekki alveg hvaða markmið leikstjórinn hafði fyrir þessa mynd við gerð hennar, en ég get engu að síður fullyrt að hún nær fullkomlega að skilja eitthvað eftir sig. Maður kemur útaf henni nánast í rusli. Mér hefur væntanlega ekki liðið svona illa eftir mynd síðan ég sá A Clockwork Orange eða Requiem for a Dream í fyrsta sinn (þá meina ég ''illa'' á jákvæðan hátt, en ekki í svipaðri merkingu og þegar ég sá t.d. Battlefield: Earth).

Tæknivinnsla myndarinnar er einnig góð og notkun tónlistarinnar smellur virkilega vel inn í dimma, óhuggulega andrúmsloftið. Eina sem ég hef í raun út á myndina að setja er bláendirinn. Mér fannst hann fyrst og fremst fullteygður þegar það kom að því að ljúka sjálfri myndinni og þar að auki skilur hann ýmsar mikilvægar spurningar eftir opnar, sem skilur eftir pínu súrt bragð.

Að því utanskildu er óhætt að gefa Oldboy massagóð meðmæli. Myndin er auðvitað ljót, og meira en örlítið brjáluð. Sagan og innihald hennar á eftir að hneyksla marga, ekki vafi á því. En mögnuð kvikmyndagerð samt sem áður. Synd og skömm að endurgerð sé þegar farin í framleiðslu vestanhafs...

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn