20 ár í einangrun – Nýtt plakat fyrir Oldboy

Fyrsta plakatið er komið út fyrir endurgerð leikstjórans Spike Lee á suður – kóresku myndinni Old Boy eftir Park Chan-wook. 

Í myndinni leikur Josh Brolin auglýsingamann sem hefur verið haldið föngnum í einangrun í tuttugu ár eftir að hafa verið rænt og haldið sem gísl allan þennan tíma.

Þegar honum er sleppt úr prísundinni þá fer hann af stað í mikla hefndarför til að reyna að finna þann sem skipulagði þessa furðulegu en skelfilegu refsingu. Hann kemst fljótt að því að hann er ennþá fastur í vef svika og áþjánar.

Aðrir leikarar eru m.a. Elizabeth Olsen og Sharlto Copley.

Oldboy kemur í bíó 11. október.