Fyrsta stiklan úr Oldboy eftir Spike Lee

oldboyFyrsta stiklan er komin fyrir endurgerð leikstjórans Spike Lee á myndinni Oldboy með Josh Brolin í aðalhlutverkinu. Ásamt honum leika í myndinni þau Sharlto Copley, Samuel L. Jackson og Elizabeth Olsen.

Upprunalega myndin er frá Suður – Kóreu, og var leikstýrt af Chaan-wook Park. Hún fjallar um mann sem fer í hefndarför gegn dularfullum óvini eftir að hafa setið í fangelsi í 20 ár.

Myndin verður frumsýnd þann 25. október nk.

Ath. að stiklan hér að neðan er svokölluð redband stikla og því bönnuð börnum.