Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Klovn: The Movie 2010

(Clown)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. desember 2010

Every child needs a role model.

93 MÍNDanska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 62
/100

Eftir að Frank sýnir vanhæfni sína í kringum börn fer Mia að stórefast um hæfileika hans sem föður sem getur haft þær afleiðingar að sambandið verði skammlíft. Í kjölfarið ákveður Frank að taka með sér ungan frænda Miu með sér í ferðalag en Casper hefur verið að skipuleggja fjörugt ferðalag fyrir vinahópinn í töluverðan tíma. Frank hyggst... Lesa meira

Eftir að Frank sýnir vanhæfni sína í kringum börn fer Mia að stórefast um hæfileika hans sem föður sem getur haft þær afleiðingar að sambandið verði skammlíft. Í kjölfarið ákveður Frank að taka með sér ungan frænda Miu með sér í ferðalag en Casper hefur verið að skipuleggja fjörugt ferðalag fyrir vinahópinn í töluverðan tíma. Frank hyggst nota ferðina til þess að sýna Miu að hann getur verið ábyrgt foreldri. En Casper hyggst nota þessa ferð til að fara á kvennafar sem telst iðulega ekki staður fyrir börn. Auk þess hugkvæmdist Frank ekki að fá leyfi frá foreldrum drengsins áður en hann ákvað að taka hann með sér í ferðalag sem gæti orsakað ófyrirséð vandræði... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Meget god shit
Klovn þættirnir eru mjög einhæfir en geta verið fjölbreyttir með húmor og hvernig maður á að ganga yfir strikið. Kvikmyndin hinsvegar gengur bókstaflega yfir strikið ! Mér líður alveg hræðilega eftir að hafa horft á hana, stundum verður hún ekki fyndin því það er að troða svo miklum kjánahrolli í smettið á manni. En myndin er ekkert baara þannig, nei djók, hún er akkúrat Bara þannig.

Bara til þess að hafa það á hreint þá er Frank og Casper ein besta samblanda af hálvitum, ég varð stundum þreyttum á þeim en þeir geta samt verið algjörir hálvitar. En þeir eru ólíkir þótt að þeir séu eitthvað líkir. Frank er tildæmis bara misheppnaður (eins og maður er ekki búin að taka eftir því í heilar sex seríur) og hann verður alltaf meira og meira misheppnaður því lengur sem hann lifir. Casper er algjör psycho, bókstaflega í smettinu og í fokking heilanum, hvað hann gerir og hvernig hann hugsar þá er hann bara brenglað og honum mistektst meira segja að vera svona sjúkur. Hann er þessi lúmska típpa sem kann ekki að hugsa. Frank er öðruvísi, hann vill ekki neinum meint, hann er bara missheppnuð dúlla.

Myndin minnir mig óhemmjulega mikið á 'The Hangover', meira segja eitt sérstakt atriði og get alveg verið pirraður útaf því en ég bara hreinlega get það ekki því að þetta atriði er fokking sjúkara heldur hangover-atriðið, sem að það gat alveg verið, þessvegna gef ég það eitt risastórt stig. En þótt að hún sé sjúk og skemmtileg, þá er hún bara eins og nokkrir þættir af Klovn, dáldið einhæf, en ekki frekar einhæf því að þannig eru þættir ef þú horfir á þá alla í röð. Það eina sem að þættirnir og myndin vill gera er að ganga gjörsamlega framm á þér, en það sem mér finnst að myndin gerir það mun betur.

Held ég það eina sem að ég er búin að tala um er það hversu sjúk hún er, hún verður aðeins of sjúk í pörtum og ég get ekkert annað en sagt að hún sé sjúkari en Brüno, hún bara gekk of mikið yfir smettið, ég hló stundum ekki, samt hló ég mikið en fokk. Fyrir Klovn aðdáendum þá eiga þau eftir að éta þessa mynd í sig, ég er engin Klovn-fan sjálfur en mér líkaði mjög vel við þessa mynd en hún gerði eitt við mig sem lét mig gefa þessa mynd aðeins lægri einkunn: hún brundaði beint í smettið á mér.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hátt yfir strikið
Ég hef séð eitthvað af Klovn þáttunum í sjónvarpi, og vissi því um það bil við hverju var að búast af myndinni. Myndin virkaði eins og langur og góður Klovn þáttur, og ég veit eiginlega ekki hvort það var kostur eða galli. Það mætti segja að þeir hefðu getað gert bíómyndalegri bíómynd, sem ég reyndar hefði viljað sjá, en einnig tekst þeim að halda sig við nákvæmlega það sem þeir kunna best í því umhverfi sem þeim líður best í.
Húmorinn snýst mikið um svæðið fyrir neðan belti, enda eru þeir á leið í Tour de Fisse, eða í píkuferðina miklu, þó svo að trúðurinn sjálfur Frank, haldi nú helst ekki framhjá konu sinni, ef hann gerir það þá nokkuð yfirleitt. Hinn aftur á móti er algjörlega siðlaus þegar kemur að konum og framhjáhaldi, og grípur næstu konu sem hann nær í og tekur hana bakvið næstu girðingu. Maður spyr sig auðvitað hvað Frank er að gera í Tour de Fisse, á leið í hóruhús, ef hann hefur engan áhuga á hórum, en hann einhvernveginn skröltir með, og lendir í hverju vandræðalega atvikinu á eftir öðru.
Salurinn veinaði af hlátri á mörgum stöðum í myndinni og ágerðist það undir lokin með eftirminnilegum hætti, sem best er að segja ekki frá hér.
Ég gef myndinni hiklaust 9 stjörnur, en það er ljóst að margir súpa örugglega hveljur yfir myndinni, á meðan aðrir hrífast með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.08.2012

Intouchables sigrar Klovn og Larsson

Intouchables varð aðsóknarhæsta mynd allra tíma hérlendis í flokki kvikmynda á tungumáli öðru en ensku og íslensku nú verslunarmannahelgina. Rúmlega 43 þúsund gestir hafa nú lagt leið sína á myndina, en heildartekjur...

18.07.2011

Harry Potter slær líka í gegn á Íslandi

Í gær sögðum við frá því að lokamyndin um Harry Potter, The Deathly Hallows: Part 2, hefði slegið öll tekjumet í Bandaríkjunum og á heimsvísu þegar hún var frumsýnd um helgina. Nú eru tölur komnar frá íslenskum...

02.05.2011

Helgin í bíó: Bíókreppan er búin - Thor og Fast Five slá í gegn

Síðustu mánuðir hafa verið afar magrir í bíó, ef litið er á aðsóknartölur. Hér á Íslandi hafa aðeins fjórar myndir komist yfir 20.000 áhorfendur og aðeins ein yfir 25.000 (Klovn: The Movie, sem fór yfir 42.000 m...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn