Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Blinkende lygter 2000

Frumsýnd: 10. ágúst 2001

De har altid været på flugt - nu løber de for livet.

109 MÍNDanska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Fjórir smáglæpamenn frá Kaupmannahöfn gabba foringja glæpagengis, og stela 4 millljónum danskra króna sem þeir áttu að afhenda honum. Þeir reyna að flýja til Barcelona en neyðast til að stoppa úti í sveit, í gömlu og hrörlegu húsi, og fela sig þar í nokkrar vikur. Hægt og hægt, einn af öðrum, þá átta þeir sig á því að þeir væru alveg til í... Lesa meira

Fjórir smáglæpamenn frá Kaupmannahöfn gabba foringja glæpagengis, og stela 4 millljónum danskra króna sem þeir áttu að afhenda honum. Þeir reyna að flýja til Barcelona en neyðast til að stoppa úti í sveit, í gömlu og hrörlegu húsi, og fela sig þar í nokkrar vikur. Hægt og hægt, einn af öðrum, þá átta þeir sig á því að þeir væru alveg til í að vera þarna til frambúðar og hefja nýtt líf, gera upp húsið og breyta því í veitingastað. En fortíðin á eftir að reynast þeim fjötur um fót.... minna

Aðalleikarar


Blinkende Lygter var frekar stutt í bíói og kom svo strax út á video. Ég ætlaði aldrei að sjá þessa mynd en fyrir slysni sá ég hana í dönskutíma. Hún var mjög fyndin og mynnti mann helst á snilldina I Kina Spiser De Hunde. Enda var hér um að ræða sama handritshöfund eða eitthvað. Mæli með að sem flestir sjái þessa mynd og skemmti sér konunglega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Blinkende Lygter fjallar um glæpamann sem hefur fengið nóg af því að vera glæpamaður með vinum sínum. Hann vill byrja nýtt líf og þeir ræna 4 milljónum dönskum krónum. Hann vill byggja veitingahús en hinir vilja bara losna frá því að vera drepnir. Svo þegar að hinir glæpamennirnir fara að leita að þeim þá byrjar ballið. Ég fékk frítt á þessa mynd úr Fókusblaði og átti von á að þessi mynd myndi vera út af því ég hélt að þetta myndi vera leiðinleg mynd en svo var ekki. Þetta er ógeðslega fyndin mynd og Danir eru alveg frábærir í að búa til kvikmyndir. Ég get nefnt myndir eins og Pusher, I Kina Spiser De Hunde og Festen sem einhver dæmi um danskar bíómyndir. Þetta er mynd sem ég mæli fyrir alla að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er gerð af handritshöfundi I Kina Spiser de Hunde. Blinkende Lygter fjallar um nokkra smákrimma og æskuvini sem að stela 4 milljónum danskra króna. Þeir ákveða að flýja til Spánar og ætla hefja þar nýtt líf. En fyrst um sinn fela þeir sig í litlum kofa í skógi á Jótlandi á meðan einn þeirra nær sér af skotsárum. Þar á margt eftir að breytast og margt skrítið mun gerast. Blinkende lygter er góð tilbreyting frá öllum niðursuðu myndunum frá Hollywood. Leikaranir eru stórgóðir og handritið gott. Myndin er fyndin og skemmtilegt en einnig spennandi. Danir hafa sýnt það nú að þeir geta vel gert góðar myndir, eins og þessi er mjög gott dæmi um. Afbragðsskemmtum fyir þá sem vilja sjá eitthvað annað en fjöldaframleiddar poppkornsmyndir frá Hollywood.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn