Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Adams æbler 2005

(Adam's Apples)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. september 2005

When it rains, it pours

94 MÍNDanska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 51
/100
Framlag Dana til Óskarsverðlauna.

Nýnasistinn Adam kemur í sveitakirkju sóknarprestsins Ivans til að gegna þar tólf vikna samfélagsþjónustu þar sem presturinn hyggst leitast við að koma glæpamönnum á réttan veg í lífinu. Adam reynist þó lítt móttækilegur fyrir boðskap prestsins um náungakærleika og honum blöskrar takmarkalítil góðmennska hans. Strax eftir komuna færir presturinn honum... Lesa meira

Nýnasistinn Adam kemur í sveitakirkju sóknarprestsins Ivans til að gegna þar tólf vikna samfélagsþjónustu þar sem presturinn hyggst leitast við að koma glæpamönnum á réttan veg í lífinu. Adam reynist þó lítt móttækilegur fyrir boðskap prestsins um náungakærleika og honum blöskrar takmarkalítil góðmennska hans. Strax eftir komuna færir presturinn honum Biblíu. Adam les hana lítið sem ekkert í byrjun en Biblían er alltaf að detta í gólfið ofan af skenk þar sem presturinn hafði lagt hana. Hið sama á raunar við um mynd af Hitler sem Adam hafði fest á vegginn í herbergi sínu er hann kom að kirkjunni til að gegna samfélagsþjónustunni. Það sem veldur titringnum sem gerir það að verkum að Biblían og myndin af Hitler falla reglulega á gólfið er hljóðið frá kirkjuklukkunum. Og alltaf opnast Biblían á fyrstu blaðsíðu Jobsbókar, sem gegnir stóru hlutverki í myndinni. Fangarnir fyrrverandi eiga litríkan brotaferil að baki og þeir líkjast sannarlega ekki neinum sunnudagaskóladrengjum. En presturinn sýnir þeim enga hörku heldur sérstaka ljúfmennsku og allt að því ótrúlegan skilning og kærleika. ... minna

Aðalleikarar

Góð dönsk mynd
Adams Æbler er dönsk gamanmynd ívafin dramatík, hún er bráðskemmtileg og fær mann til að hlæja af danska húmornum.

Hún fjallar um prestinn Ivan sem að tekur á móti föngum á meðan þeir eru ennþá í fangelsi og á að kenna þeim eitthvað. Hann biður þá um að setja sér markmið sem að þeir eiga að standa við.
En þegar nasistafangi, alkahólisti og útlendingur mæta á svæðið fær Ivan aðeins meira en hann ræður við. Hann reynir eins og hann getur að vera jákvæður en er í raun og veru bara að horfa framhjá því slæma.Svo mætir fyrrum alki, kona sem að er ólétt líka á svæðið og heldur geðveikinni áfram á þessu prestsetri. Þá taka við bráðskemmtilegir en líka dramatískir atburðir og láta mann sjá nýja hlið á jákvæða prestinum.

Myndin er eins og margar danskar myndir ljúf og fyndin og ólík öllum öðrum myndum sem að maður sér. Mads Mikkelsen stendur sig líka frábærlega í hlutverki Ivans prests.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn