Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Suspect Zero 2004

(Suspect 0)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Who's next?

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 18% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Þegar alríkislögreglumaðurinn Thomas Mackelway frá Dallas brýtur á borgaralegum réttindum fjöldamorðingjans Raymond Starkey þegar hann handtekur hann með óvenjulegum hætti, þá fær Starkey að sleppa og Mackelway er fluttur í útibú lögreglunnar úti á landi, í Albuquerque. Á fyrsta deginum í nýju vinnunni þá rannsakar Mackelway morðið á farandsölumanninum... Lesa meira

Þegar alríkislögreglumaðurinn Thomas Mackelway frá Dallas brýtur á borgaralegum réttindum fjöldamorðingjans Raymond Starkey þegar hann handtekur hann með óvenjulegum hætti, þá fær Starkey að sleppa og Mackelway er fluttur í útibú lögreglunnar úti á landi, í Albuquerque. Á fyrsta deginum í nýju vinnunni þá rannsakar Mackelway morðið á farandsölumanninum Harold Speck, en morðið reynist vera hið fyrsta af þremur að því er virðist tilviljanakenndum drápum. En kannski eru þau ekki svo tilviljanakennd eftir allt saman; sá síðasti sem lætur lífið er erkióvinur Mackelway, Raymond Starkey. Verkefnið heltekur hann. Fyrri mistök hans í starfi ásækja hann. Hann reynir hvað hann getur að finna tengsl á milli fórnarlambanna til að þau vísi honum á morðingjann. Málið verður sífellt ógeðfelldara og persónulegra. Ekkert af þessu fer framhjá hinum sallarólega félaga Mackelway, Fran Kulok, sem þekkir fortíð Mackelway, og djöflana sem ásækja hann. Rétt eins og Mackelway, þá dregst hún inn í völundarhús vísbendinganna, sem allar beinast nú að hinum orkumikla Benjamin O’Ryan. O´Ryan er sannanlega tengdur morðunum, enda stærir hann sig af tengslunum; en einnig gætu verið tengsl við Mackelway sjálfan. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn