Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fallen 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 1998

Don't trust a soul.

123 MÍNEnska

Yfirnáttúrulegur tryllir um illan anda sem berst milli fólks með snertingu. Rannsóknarlögreglumaður í morðdeild, John Hobbes, verður vitni að aftöku raðmorðingjans Edgar Reese. Fljótlega eftir aftökuna byrja morðin aftur, og þau eru mjög lík þeim sem Reese framdi.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Já Fallen er nokkuð góð mynd sko... ef maður skilur hana rett þá var fangin í raun ekki illur andi yfir höfuð heldur var illi andin bara i honum þangað til hann var tekin af lifi semsagt andin hafði bara verið í honum í langan tima og buinn að lifa í yfir 2000 ár... time is on my side er ekki beint ofnotað heldur er bara að lisa því að hann getur ekki dáið þannig timin er með honum í liði hann er ekkert að fara að deyja ... svo þegar maður helt hann væri að deyja neinei þá er bara köttur þarna ..en ég mæli eindregið með henni fylgist bara vel með ....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fallen er svona þokkaleg engin hrollvekja meira svona spennutryllir með hrollvekjandi ívafi. Denzel Washington finnst mér alltaf svo litlaus og óþolandi og er þessi mynd engin undantekning og karakter Donald Sutherland´s er algjörlega óþarfur eins og Helgi minntist á. John Goodman er hins vegar mjög góður í hlutverki sínu og hann ásamt nokkrum svölum atriðum hífa myndina upp í tvær stjörnur. En eitt fattaði ég ekki, hver var eiginlega þulurinn? Azazel eða Hobbes? Jæja, takið þessa endilega ef að þið eruð stödd út á leigu og vantar eina gamla með annarri nýrri en hún fær ekkert mjög sterk meðmæli frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John hobbs (Denzel Washington) er virtur lögreglumaður sem er þekktur fyrir að hafa komið alls átta hættulegustu glæponunum í steininn. Myndin hefst þar sem hann er að koma þeim áttunda, Edgar Reese inn og tekur hann eftir ýmsu óvenjulegu við hann sem hann hafði ekki séð í hinum. Eftir dauða Reese tekur margt óvenjulegt að gerast. Hann fær hringingar á næturnar og einhver er að herma eftir morðunum sem Reese hafði framið. Hann veit ekki hvað hann er að eltast við þar til hann finnur fjallakofa sem var í eigu fyrrverandi lögreglumanns og sér að þetta er Azazel, illur andi sem var fyrrum engill en var varpað úr himnaríki. Azazel var sviptur formi sínu þannig að hann er andi sem getur bara lifað í fólki og smitast með snertingu eða þegar maðurinn deyr sem hann er í. Hobbs veit að það verður mjög erfitt að góma Azazel og ekki er betra þegar hann kemst að því að hann er grunaður um morðin. Myndin er mjög fín og ég gef henni þrjár stjörnur fyrir góðan leik, en hún er svolítið þannig að hluti af henni miðar ekkert áfram. En það er óhætt að mæla með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þó að flestar myndir með Denzel Washington séu góðar þá á það ekki við um þessa. Þessi mynd byrjar svona frekar vel en verður bara langdreginn, þreytandi og svo er gamla Rolling stones-lagið time is on my side algerlega ofnotað. BULL!!!!!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að viðurkenna að þegar að ég sá þessa í fyrsta sinn þá fannst mér hún svolítið skrýtin vegna þess að mér fannst eitthvað erfitt að skilja hana. En svo horfði ég á hana aftur og mér fannst hún alltaf betri og ég fór að skilja hana. Denzel Washington leikur hér löggu sem er að reyna að ná fanga sem að er þegar dauður í byrjun myndarinnar. John Goodman og Denzel Washington eru alveg brilliant í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn