Instant Family fremst 33 mynda

Hvorki fleiri né færri en þrjátíu og þrjár kvikmyndir eru á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna, en á toppnum aðra vikuna í röð, eru barnlausu hjónin í Instant Family, sem eignast skyndilega þrjú börn.

Gamla brýnið Clint Eastwood er seigur og potast upp í annað sæti listans úr því fjórða með mynd sína The Mule, en í þriðja sæti, sama sæti og í síðustu viku, er teiknimyndin Ótrúleg saga um risastóra peru. 

Þrjár nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Þar ber fyrst að nefna myndina í fjórða sæti, Vice, þar sem Christian Bale fer með hlutverk fyrrum varaforseta Bandaríkjanna Dick Cheney. Beint í 16. sætið fer ný íslensk kvikmynd, Tryggð, eftir Ásthildi Kjartansdóttur, og í 22. sætinu situr pólska myndin Diablo. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: