Góð risaeðla vinsælust

Ný mynd sigldi alla leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, þegar Góða risaeðlan varð aðsóknarmeiri en Hungurleikarnir, eða Hunger Games: Mockingjay Part 2, sem var á toppnum í síðustu viku. Þriðja vinsælasta mynd landsins er jólamyndin The Night Before og í fjórða sæti situr Spectre, nýjasta James Bond myndin.

good dinosaur

Nýjar myndir sitja í fimmta og sjötta sæti listans, en í því fimmta er sjávarháskamyndin In the Heart of the Sea og í því sjötta er jólahrollvekjan Krampus. Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni – Survivor í níunda sæti.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice