Fjórða vika Rogue One á toppnum

Stjörnustríðshliðarsagan Rogue One: A Star Wars Story, er enn geysivinsæl hér á Íslandi sem og annars staðar, og hefur nú samkvæmt glænýjum bíóaðsóknarlista, setið samfleytt í fjórar vikur á toppi listans. Tekjur af sýningum myndarinnar nema þannig tæpum 4,3 milljónum króna hér á landi.

rogue-one-star-wars-story-images

Í öðru sæti listans er teiknimyndin Syngdu, rétt eins og í síðustu viku, en í þriðja sætið er komin ný mynd, Matt Damon myndin The Great Wall, sem er söguleg mynd um byggingu Kínamúrsins.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, skrímsla-bílamyndin Monster Trucks, sem fer beint í áttunda sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice