Glass braut sér leið á toppinn

Glass, nýjasta mynd ráðgátumeistarans M. Night Shyamalan, og þriðja og síðasta myndin í þríleik á eftir myndunum Unbreakable og Split, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina. Það sama var uppi á teningnum í Bandaríkjunum þar sem myndin skaut öllum öðrum myndum ref fyrir rass.

Önnur vinsælasta kvikmyndin á Íslandi um helgina var teiknimyndin vinsæla Spider-Man: Into the Spider-Verse, og í þriðja sæti var ný mynd, teiknimyndin Ótrúleg saga um risastóra peru.

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Beint í áttunda sætið fór fyrrum toppmyndin í Bandaríkjunum, The Upside, með Kevin Hart og Bryan Cranston í aðalhlutverkum, og beint í 12. sætið fór MMA slagsmálamyndin pólska Underdog. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: