Feður í feikna stuði

Pabbinn og stjúppabbinn í gamanmyndinni Daddy´s Home eru enn í feikna stuði á íslenska bíóaðsóknarlistanum, en þeir halda toppsætinu aðra vikuna í röð. Það eru þeir Will Ferrell og Mark Wahlberg sem fara með hlutverk pabbanna.

daddy´s home

Í öðru sæti er ný mynd, toppmynd bandaríska listans, Ride Along 2. Myndin gefur þeirri fyrri, Ride Along 1, ekkert eftir í skemmtanagildi en í myndinni fara mágarnir „The Brothers in Law“ til Miami til að rannsaka mál, og rífast eins og hundur og köttur allan tímann.

ride along

Risasmellurinn Star Wars: The Force Awakens er svo í þriðja sæti á sinni fimmtu viku á lista.

Í fjórða, sjötta, sjöunda, ellefta og átjánda sæti eru líka nýjar myndir: vísindaskáldsagan The 5th Wave, fjármálamyndin The Big Short, teiknimyndin Nonni norðursins, Babysitting 2 ( á franskri kvikmyndahátíð ) og að lokum Marguerite í Bíó paradís.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

box office