Kung Fu Panda 3 vinsælust á Íslandi!

Ný teiknimynd er sest á topp íslenska bíóaðsóknarlistans og aftur eru þar dýr í aðalhlutverki! Kung Fu Panda 3 fer beint á topp listans, en myndin sem setið hefur í sætinu síðustu tvær vikur fer niður í annað sætið, Zootropolis. 

Í þriðja sæti er gamanmyndin Brothers Grimsby, sem fer niður um eitt sæti sömuleiðis.

kung fu panda

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum þessa vikuna, gamanmyndin Fifty Shades of Black, sem er eins og nafnið bendir til grínútgáfa af hinni ljósbláu Fifty Shades of Grey. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice