Fréttir

No Time to Die frumsýnd í London: Sjáðu myndir frá rauða dreglinum


Stjörnurnar skinu skært á rauða dreglinum í gær þegar No Time to Die var frumsýnd í Lundúnum.

Nýjasta James Bond kvikmyndin No Time To Die var frumsýnd við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall í London gær, þriðjudaginn 28. september. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 8. október nk. Mikið var um dýrðir og sjá mátti fjölda heimsþekktra andlita. Á myndunum má sjá meðal annars bresku… Lesa meira

10 mest spennandi myndirnar á RIFF í ár


Af nógu taka og alls konar safaríkir titlar í boði.

Núna þegar kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival er alveg að skella á er um að gera og skoða aðeins hvað eru mest spennandi myndirnar á hátíðinni. RIFF hóf göngu sína árið 2004 og er því haldin í 18. skiptið þetta árið. Líkt og áður er af nógu taka og alls… Lesa meira

Erlingur endurgerir verðlaunamynd sína í Bandaríkjunum


Erlingur Óttar hefur nóg í pípunum.

Íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen mun skrifa og leikstýra bandarískri endurgerð myndar sinnar Rökkur (e. RIFT) sem kom út 2017. Kvikmyndagerðarmaðurinn lauk tökum nýverið á kvikmyndinni The Piper fyrir Millennium Media með Charlotte Hope og Julian Sands í aðalhlutverkum. Um er þar að ræða myrka útgáfu af sögunni um rottufangarann… Lesa meira

Banvænn Butler og Hall í hættu


Copshop og The Night House bætast í flóru kvikmynda í bíó þessa vikuna.

Fjörið heldur áfram þessa vikuna í íslenskum kvikmyndahúsum þegar tvær nýjar myndir bætast í bíóflóruna. Myndirnar eru The Night House og Copshop. Gerard Butler leikur aðalhlutverkið í Copshop en myndin segir frá því þegar slunginn svikahrappur á flótta undan stórhættulegum leigumorðingja felur sig inni á lögreglustöð í litlum bæ. Gaf… Lesa meira

Will Smith á Íslandi – Sjáðu sýnishornið


Smith og félagar skoða meðal annars eldfjöll og fleira spennandi hér á landi.

Eins og mörgum er eflaust kunnugt var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, en hann framleiðir ásamt National Geographic fyrir streymisveituna Disney+. Þáttaröðin ber heitið Welcome to Earth og mun Smith sjást þar í einum þætti ferðast víða um Ísland, yfir… Lesa meira

Leynilögga sýnd í tveimur útgáfum


Hægt verður að sjá "12+" útgáfuna eða "16+" útgáfuna.

Spennu- og gamanmyndin Leynilögga verður sýnd í tveimur ólíkum útgáfum, en myndin er væntanleg í kvikmyndahús þann 22. október næstkomandi. Verður þá myndin annars vegar sýnd í "12+" útgáfu og hins vegar "16+" útgáfu, en eins og merkin gefa til kynna er önnur meira við hæfi ungmenna en hin. Reiknað… Lesa meira

Svona lítur dagskráin út á RIFF í ár


Markmið RIFF er að standa fyrir nýsköpun í kvikmyndaiðnaði.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í átjánda sinn þann 30. september og stendur til 10. október. Lögð er á hátíðinni sérstök áhersla á framsæknar og fjölbreyttar kvikmyndir. Markmið RIFF er að standa fyrir nýsköpun í kvikmyndaiðnaði, samfélagslegri og menningarlegri samræðu og síðast en ekki síst frekari uppbyggingu á alþjóðlegu… Lesa meira

Stephen Lang-bestur: Frjór og fjölbreyttur ferill


Lang-ur og skemmtilegur ferill, má segja.

Í tilefni af frumsýningu hryllingsmyndarinnar Don't Breathe 2 í dag ætlum við hjá Kvikmyndir.is að líta aðeins yfir feril leikarans Stephen Lang sem snýr aftur í aðalhlutverki kvikmyndarinnar sem hinn miskunnarlausi Norman Nordstrom. Lang fæddist í New York 11. júlí árið 1952. Hann á sér langan feril sem leikari og… Lesa meira

Leikstjóri Notting Hill og Morning Glory látinn


Kvikmyndagerðarmaðurinn Roger Michell lést í gær, 65 ára að aldri.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Roger Michell er lát­inn 65 ára að aldri. Talsmaður leikstjórans greindi frá and­láti hans í dag en Michell lést í gær, miðviku­dag. Ekki hef­ur þó verið greint frá dánar­or­sök. Á löngum ferli kom Michell víða við og vann með fjölmörgum stórleikurum, en hans þekktasta kvikmynd er án efa Nott­ing… Lesa meira

Fjölmennt á hátíðarsýningu Dýrsins


Myndin hlaut mjög góðar viðtökur á meðal gesta.

Íslenska kvikmyndin Dýrið var frumsýnd á dögunum fyrir fullum sal í Háskólabíói við mikla hátíðarstemningu. Hermt er að viðtökur hafi almennt verið afar jákvæðar en Dýrið vakti gríðarlega athygli á frumsýningunni á Kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar… Lesa meira

Eineltið og dvergasvallið í Oz


Framleiðslusaga The Wizard of Oz er merkari en margur skáldskapur.

Framleiðslusaga Galdrakarlsins í Oz frá 1939, hinnar stórfrægu ævintýramyndar sem þótti mikið brautryðjendaverk á sínum tíma, er merkari en margur skáldskapur. Myndin er af mörgum enn talin tímalaus klassík.  Víða hefur verið rætt um eineltið, erfiðið, átökin, dvergasvallið og annað drama á bak við tjöldin, en súmmeringin á kaótíkinni og… Lesa meira

Frægir minnast Garsons – Lést 57 ára að aldri


Á Twitter og víða annars staðar á samfélagsmiðlum má finna hlý orð í garð Garsons. Hér má sjá fáein dæmi um slík.

Bandaríski leikarinn Willie Garson lést í gær eftir erfið veikindi en nýlega var tilkynnt að hann hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann féll frá. Hann var 57 ára að aldri. Garson er hvað þekktastur fyrir leik sinn… Lesa meira

Undirliggjandi hryllingur


Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum

„Myndina mætti kannski flokka í ákveðna hefð nýlegra íslenskra mynda, sem gerast í afskekktum sveitum eða smáþorpum, en snúa upp á hefðina með nýju og torkennilegu bragði í súpuna,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson. Í umsögn Ásgeirs, sem má finna á vef RÚV, segir meðal annars:… Lesa meira

Dýrið, háspenna og ferðalag í bíó í vikunni


Þrjár nýjar og spennandi kvikmyndir koma í bíó í vikunni.

Þrjár nýjar og spennandi kvikmyndir koma í bíó í vikunni. Þær eru jafn ólíkar og þær eru margar en sömuleiðis mjög áhugaverðar hver á sinn hátt. Það er eins og alltaf sérstakt fagnaðarefni að fá nýja íslenska kvikmynd í bíó. Þar er á ferðinni kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson, sem var… Lesa meira

Íslendingar óðir í DUNE


Horfur á framhaldsmynd eru strax orðnar betri.

Stórmyndin Dune opnaði á Íslandi og annars staðar í Evrópu um helgina, mánuði áður en hún kemur í bíó í Bandaríkjunum. Á Íslandi náði hún stærstu opnun síðan um jólin 2019 (Star Wars: The Rise of Skywalker). Yfir sex þúsund Íslendingar hafa nú skellt sér á Dune og má segja… Lesa meira

Trine Dyrholm heiðursgestur RIFF


,,Það verður gaman að kynna hana fyrir bransanum hér og íslenskum áhorfendum.’’

Hin þekkta danska leikkona, Trine Dyrholm, verður heiðursgestur RIFF þetta árið og viðstödd frumsýningu á Margréti fyrstu (e. Margrete den første). Svo segir í tilkynningu frá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík en hátíðin verður haldin í átjánda sinn þann 30. september og stendur til 10. október. Þar að auki verður Trine… Lesa meira

Sjáðu DUNE á sérstakri forsýningu!


Enn eru til miðar. Þetta verður bíó!

Annað kvöld, kl. 20:30 í Sambíóunum Egilshöll, stendur Kvikmyndir.is að sérstakri (alheims)forsýningu á stórmyndinni DUNE. Enn eru til miðar á umrædda boðssýningu og fylgja nánari leiðbeiningar neðar í frétt. Dune byggir á samnefndri bók sem Frank Herbert gaf út árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu máli um… Lesa meira

Hvolpasveitin trekkir að


Þrjátíu þúsund Íslendingar hafa séð Hvolpasveitina vinsælu í bíó.

Íslendingar sem hafa séð kvikmyndina um Hvolpasveitina stórvinsælu í bíó eru nú þrjátíu þúsund talsins. Af aðsóknartölum helgarinnar að dæma hefur teiknimyndin haldið tryggri stöðu á topplista kvikmyndahúsa og hafa alls tæplega 23 þúsund manns séð myndina. Með helstu íslensku raddhlutverk myndarinnar fara Patrik Nökkvi Pétursson, Steinn Ármann Magnússon, Agla… Lesa meira

Dune kemur í bíó í vikunni – Leikstjórinn vill að hennar sé notið í bíósal


Dune kemur í bíó á föstudaginn!

Í þessari viku verður ein ný kvikmynd frumsýnd í bíóhúsum hér á landi. Þar er um að ræða vísindaskáldsöguna Dune í leikstjórn Denis Villeneuve, sem áður hefur gert stórmyndir eins og Arrival, Blade Runner og Sicario. Myndin verður frumsýnd á föstudaginn en á fimmtudaginn, eða daginn áður, býður kvikmyndir.is heppnum… Lesa meira

Sló í gegn í Nattevagten


Aðalleikari dönsku kvikmyndarinnar Smagen af Sult, sem er nýkomin í bíó, danska Hollywood stjarnan Nikolaj Coster-Waldau, kemur frá Ærø í Danmörku. Hann lærði leiklist í Statens Teaterskole og útskrifaðist árið 1993. Stóra tækifærið kom þegar hann lék í Ole Bornedal tryllinum Nattevagten árið eftir. Fljótlega eftir aldamótin landaði hann fyrsta…

Coster-Waldau í hlutverki sínu í Game of Thrones Aðalleikari dönsku kvikmyndarinnar Smagen af Sult, sem er nýkomin í bíó, danska Hollywood stjarnan Nikolaj Coster-Waldau, kemur frá Ærø í Danmörku. Hann lærði leiklist í Statens Teaterskole og útskrifaðist árið 1993. Stóra tækifærið kom þegar hann lék í Ole Bornedal tryllinum Nattevagten… Lesa meira

Ekki búast við bregðuatriðum eins og í The Conjuring


Hrollvekjusnillingurinn James Wan lofar öðruvísi stemningu að þessu sinni.

Þegar nafn leikstjórans og framleiðandans James Wan ber á góma tengja margir það strax við annars vegar pyntingaklám (e. torture porn) vegna Saw myndaflokksins ódauðlega og hinsvegar draugahroll eins og í The Conjuring. Í nýjustu mynd sinni, Malignant, sem hann bæði leikstýrir og skrifar handrit að, vill Wan eyða þessum… Lesa meira

Sjáðu fyrsta sýnishornið úr The Matrix Resurrections


Hvernig líst ykkur á fjórðu Matrix myndina út frá þessari stiklu?

Fyrsta stiklan fyrir fjórðu Matrix-myndina, The Matrix Resurrections, er loksins komin út. Áður en lengra er haldið eru lesendur hvattir til að skoða sýnishornið hér að neðan. Lana Wachowski leikstýrir myndinni sem kemur í bíó á annan í Jólum. Lana leikstýrði og skrifaði upprunalega Matrix-þríleikinn ásamt Lily systur sinni, en Lana… Lesa meira

Kvikmyndir.is býður í bíó – Sjáðu DUNE á sérstakri forsýningu


Taktu Sci-fi prófið!

Fimmtudaginn 16. september (kl. 20:30 í Sambíóunum Egilshöll) stendur Kvikmyndir.is að sérstakri forsýningu á stórmyndinni DUNE. Þú átt kost á miðum með því að taka þátt í getraun(um) á vegum vefsins. Dune byggir á samnefndri bók sem Frank Herbert gaf út árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu… Lesa meira

„Ég fagna öllum verkum okkar sem eldast illa“


Stjörnuklipparinn Elísabet Ronalds segir frá faginu, bransanum og fjölskyldunni.

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, hefur gert garðinn frægan síðustu árin með vinnu sinni að vinsælum titlum á borð við John Wick, Atomic Blonde, Deadpool 2 ásamt myndinni Between Heaven and Earth eftir Najwa Najjar. Næst á teikniborði hennar er spennumyndin Bullet Train með Brad Pitt, Söndru Bullock og… Lesa meira

Dolfallinn yfir Dune: „Þetta er ástæðan fyrir því að mig langaði til að verða leikari“


Skyggnst er á bakvið tjöldin á stórmyndinni DUNE.

„Denis Villeneuve hefur frábær tök á persónudrifnum sögum, hvort sem þær eru stórar eða smáar í umfangi," segir leikarinn Timothée Chalamet um leikstjóra nýju DUNE kvikmyndarinnar. Í stuttu myndbroti sem sjá má hér að neðan er skyggnst á bak við tjöldin og rakin saga bæði myndarinnar og arfleið upprunalega verksins.… Lesa meira

Einstök aðlögun með fingraförum Lynch


Með árunum hefur myndast költ í kringum Dune frá David Lynch, enda stórlega vanmetin.

Kvikmynd David Lynch “Dune” frá 1984 byggð á skáldsögu Frank Herberts frá 1965 er áhugavert innlegg í kvikmyndasöguna. Þegar bókin kemur út er hippatíminn að springa út og þemu bókarinnar sem eru umhverfisvernd, andúð á stórfyrirtækjum, ofnýtingu náttúruauðlinda og áhersla á að efla hæfileika mannsins frekar en tækni áttu upp… Lesa meira

Malignant og Smagen af Sult koma í bíó í vikunni


Tvær nýjar kvikmyndir koma í bíóhús í þessari viku.

Tvær nýjar kvikmyndir koma í bíóhús í þessari viku, nánar til tekið á föstudaginn. Þær eru frekar ólíkar, en ótrúlega áhugaverðar hvor á sinn hátt. Malignant kemur úr smiðju James Wan ( Saw, Conjuring, Aquaman, Fast 7 osfr. osfrv. ) en yfirleitt er hægt að stóla á sannkallaðan gæðahroll þegar… Lesa meira

Nýjasta Marvel hetjan sló í gegn


Myndin hefur til að bera hasar, grín, kung-fu og fullt af spennu svo fátt eitt sé nefnt.

Marvel hetjan Shang-Chi í kvikmyndinni Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sló í gegn í kvikmyndahúsum hér á landi um helgina, en einnig í Bandaríkjunum, en hún trónir á toppi aðsóknarlista í báðum löndunum eftir sýningar helgarinnar. Sá sem leikur Shang-Chi, hinn kanadíski Simu Liu, er fyrsti asísk… Lesa meira

Með eitt stórt Super Mario bros


Hvers vegna eru Maríóbræður ekki bræður í költ-kvikmyndinni þekktu?

Ítalski píparinn frá Nintendo er með þekktari fígúrum veraldar. Frá upprunalegri sköpun var alltaf tímaspursmál hvenær hann myndi rata á bíótjaldið – og í hvaða búningi. Aðeins nokkrum vikum áður en Júragarðurinn sigraði heiminn rötuðu Maríóbræður í kvikmyndahús og þá við lítinn hvell. Afraksturinn var nægilegt slys til að Nintendo… Lesa meira

Kvikmyndir.is forsýnir The Green Knight – Frímiðar í boði


Athugið að sýningin verður hlélaus vegna sóttvarna.

Fimmtudaginn 19. ágúst, kl. 20:00, verður haldin sérstök forsýning á kvikmyndinni The Green Knight í AXL sal Laugarásbíós.* Athugið að sýningin verður hlélaus og einungis verður boðið á hana. Hægt er að eiga möguleika á boðsmiðum með því að taka þátt í léttum leik (á Facebook-síðu okkar) eða hér að… Lesa meira