Eineltið og dvergasvallið í Oz

Framleiðslusaga Galdrakarlsins í Oz frá 1939, hinnar stórfrægu ævintýramyndar sem þótti mikið brautryðjendaverk á sínum tíma, er merkari en margur skáldskapur. Myndin er af mörgum enn talin tímalaus klassík. 

Víða hefur verið rætt um eineltið, erfiðið, átökin, dvergasvallið og annað drama á bak við tjöldin, en súmmeringin á kaótíkinni og katastrófunum vekur alltaf upp spurningar og umræður um hvort eitthvað – og hvað hefur breyst síðan þá í Hollywood kerfinu. 

Á fjórða áratug síðustu aldar var það fordæmalaust hvernig svona epísk martröð á einu setti varð að einni langlífustu barnamynd allra tíma.

Í nýjasta hlaðvarpsþætti Poppkúltúrs er rennt yfir þessar lygilegu sögur og skoðað hvað breyst hefur síðan þessi meinta gullaldartíð Hollywood var og hét.

Þáttinn má nálgast hér að neðan í gegnum Spotify hlekk. Heildarsarp þáttarins má finna hér og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.