Myers, Addams og Wolka

Október er hrekkjavökumánuður en Halloween er 31. október næstkomandi. Það kemur því ekki á óvart að tvær af þremur nýjum myndum í bíó þessa vikuna eru til þess gerðar að senda kaldan hroll niður bakið á okkur, bæði í gamni og alvöru. Önnur er hreinræktaður spennutryllir og hrollvekja, Halloween Kills, en hin er teiknimynd um hryllilega skrýtna fjölskyldu, Addams fjölskyldan 2.

Þriðja myndin í bíó heitir Wolka og er síðasta kvikmynd leikstjórans Árna Ólafs Ásgeirssonar, sem lést fyrr á þessu ári. Myndin var opnunarmynd flokksins Icelandic Panorama á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF fyrr í mánuðinum.

Losnaði úr fangelsi

Wolka fjallar hina pólsku Önnu sem losnar úr pólsku fangelsi eftir 16 ára dvöl. Hún á sér það markmið að finna konu að nafni Dorota. Til þess þarf Anna hinsvegar að brjóta skilorð, brjóta lög og leggja allt undir þegar hún kemst að því að Dorotu sé líklega að finna á Íslandi.

Helgi Snær Sigurðsson kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins gefur Wolka þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Hann segir að Wolka sé vönduð kvikmynd, fagmannlega leikstýrt og leikurinn prýðilegur. „Ekki vissi ég að aðalleikkonan, Boladz, væri kvikmyndastjarna í heimalandinu og það kemur mér ekki á óvart eftir að hafa horft á hana í hlutverki Önnu. Áhrifamest eru þau atriði þar sem Anna fellir grímuna og gerir áhorfendum grein fyrir þeim mikla missi og sársauka sem hún hefur mátt þola. Það örlar á von um að Anna geti fundið hamingjuna á ný og jafnvel eignast fjölskyldu og hafið nýtt líf en hvatvísin er hennar akkilesarhæll og lífi hennar virðist ætlað að vera harmleikur. Frelsið er vissulega yndislegt, eins og Nýdönsk söng um hér um árið, en Anna virðist ekki kunna með það að fara,“ segir Helgi Snær í dómi sínum þar sem hann mælir með myndinni.

Þá segir hann að Wolka hafi verið skilgreind sem þriller en hann er frekar á því að hún sé drama og harmleikur þótt spennandi sé á köflum.

Ódrepandi skrímsli

Í Halloween Kills heldur saga grímuklædda óþokkans Michael Myers og fórnarlambs hans Laurie Strode áfram. Nokkrum mínútum eftir að Laurie og dóttir hennar Karen og dótturdóttir Allyson, skilja við Myers, fastan í brennandi kjallara Laurie, þá fer hún beint á spítala með banvæn meiðsli. Hún trúir því að nú hafi henni loksins tekist að koma Myers fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll. En þegar Myers tekst að sleppa úr prísundinni, þá hefst blóðbaðið á ný og Laurie þar f að snúast til varnar. Hún kallar saman her manna úr nágrenninu til að kveða óvættinn í kútinn…

Mun stuða fólk

Addams fjölskyldan í ferðavagni

Hjá Addams fjölskyldunni er alltaf eitthvað spennandi að gerast og óvæntar persónur birtast. Morticia og Gomes eru leið yfir því að börnin þeirra eru að vaxa úr grasi, þau hætta að vera með á matmálstímum og eru algjörlega niðursokkin í „Ótíma“, eða „Scream Time“. Til að styrkja fjölskylduböndin þá ákveða þau að troða Wednesday, Pugsley, Fester frænda og liðinu inn í ferðavagn og fara í ferðalag í eitt lokaskipti.

Hlustaðu á lagið Crazy Family úr The Addams Family 2 með rapparanum Megan Thee Stallion ásamt Maluma: