Áfram ævintýralegt um að litast á toppnum

Nýtt ævintýri hefur tekið sér stöðu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en í síðustu viku var teiknimyndin Frozen 2 á toppnum, en er nú í öðru sæti. Hér er á ferð fríður flokkur í kvikmyndinni Jumanji: The Next Level, með engan annan en Dwayne Johnson, vinsælasta leikara í heimi, í fararbroddi.

Þriðja sæti listans fellur svo í skaut morðgátunnar Knives Out, þar sem Daniel Craig rannsakar dularfullt lát gamals rithöfundar.

Sex aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Þráðbeint í sjöunda sætið fer Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile, í 13. sætinu situr Solid Gold og í því fjórtánda er teiknimyndin Hodja og töfrateppið. Þá eru æringjarnir Jay og Silent Bob mættir í 19. sætið og Amazing Grace, myndin um söngkonuna Aretha Franklin fer rakleitt í tuttugasta sætið. Beint í 21. sætið fer svo rokkgoðið Bruce Springsteen í myndinni Western Stars.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: