Johnson beint á toppinn!

Svo fór að lokum að Víti í Vestmannaeyjum varð að gefa toppsætið á íslenska bíóaðsóknarlistanum eftir. Nýja toppmyndin er Rampage, með vinsælasta leikara samtímans, Dwayne Johnson, í aðalhlutverkinu.

Annað sæti listans, aðra vikuna í röð, fellur í skaut hrollvekjunnar áhugaverðu A Quiet Place sem snýst um að hafa hljótt, annars mun geimskrímsli reyna að veiða þig.

Víti í Vestmannaeyjum situr nú í þriðja sæti eftir nokkurra vikna toppsetu.

Þrjár nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Í áttunda sæti kemur hrollvekjan Strangers: Prey at Night, í 17. sæti er það barnamyndin Doktor Proktor og Prumpuduftið og í 21. sæti situr Doktor Proktor og tímabaðkarið.  Þess má geta að það er spennusagnahöfundurinn Jo Nesbö sem skrifar barnabækurnar um Doktor Proktor.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: