Víti trompaði hrollvekju

Þriðju vikuna í röð situr íslenska fjölskyldu- og fótboltakvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en hún fékk harða samkeppni frá kvikmyndinni í öðru sæti, hrollvekjunni A Quiet Place, sem er ný á lista. Sú síðarnefnda fjallar um fjölskyldu sem þarf að hafa alveg hljóð, annars ráðast á þau dularfullar verur, sem eru að hrella mannkynið allt.

Í þriðja sæti á listanum er sýndarveruleika-framtíðarævintýrið Ready Player One eftir Steven Spielberg, en hún fer niður um eitt sæti á milli vikna.

Tvær aðrar nýjar kvikmyndir eru á listanum að þessu sinni. Í fjórða sæti er gamanmyndin Blockers, og beint í tíunda sæti listans fór önnur gamanmynd, The Death of Stalin. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: