Vin Diesel á toppnum

Það er afar mjótt á mununum á íslenska bíóaðsóknarlistanum eftir sýningar helgarinnar en niðurstaðan er sú að ný mynd er komin á toppinn, xXx: Return of Xander Cage, með hörkutólinu Vin Diesel í aðalhlutverki. Toppmynd síðustu viku, íslenska verðlaunamyndin Hjartasteinn, þarf því að sætta sig við annað sætið að þessu sinni.

xxx

Í þriðja sæti er teiknimyndin skemmtilega Syngdu á sinni fjórðu viku á lista.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Teiknimyndin um kóalabjörnin Billa Blikk fer beint í sjötta sæti listans, nýjasta mynd verðlaunaleikstjórans Martin Scorsese, Silence, fer beint í áttunda sætið og beint í 18. sætið fer verðlaunamyndin Moonlight, sem er orðuð við Óskarsverðlaun.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

nitjan

tuttugur-og-sex