Hafa íbúar New York öllu gleymt?

Kvikmyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, sem kemur í bíó núna á föstudaginn, gefst gullið tækifæri til að útskýra ýmsa undarlega hluti sem áttu sér stað í fyrri kvikmyndum í seríunni. Frá þessu er sagt á Screenrant.com

Í greininni segir að margt sé sérstakt við Ghostbusters seríuna, þrátt fyrir goðsagnakenndan stall hennar í kvikmyndasögunni. Einnig er þess getið að leikarar og framleiðendur fyrstu kvikmyndarinnar hafi í raun engan áhuga haft á að gera framhaldsmynd og það hafi tekið mörg ár fyrir kvikmyndaverið að sannfæra aðstandendur um að gera mynd númer tvö árið 1989.

Frekar dræmar viðtökur við því framhaldi og tregða aðalleikarans Bill Murray við að snúa aftur, varð svo til þess að óvænt 27 ára bið varð eftir næstu kvikmynd. Biðin endaði árið 2016 með endurræsingunni Ghostbusters: Answer the Call, eða bara Ghostbusters, með Melissu McCarthy í aðalhlutverki, en aðsóknin stóð ekki undir framhaldsmyndum.

Ghostbusters: Afterlife (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 64%
The Movie db einkunn8/10

Kvikmyndin fjallar um einstæða móður og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og kynnast dularfullu lífshlaupi afa síns. ...

Serían dó þó ekki drottni sínum því hún vaknaði aftur til lífsins með Ghostbusters: Afterlife og svo framhaldinu Ghostbusters: Frozen Empire.

Ný ísöld

Sögusviðið er á ný New York borg en kvikmyndin sækir innblástur í teiknimyndasöguna The Real Ghostbusters. Gamla gengið úr fyrstu myndunum og ný kynslóð draugabana sameinast um að stöðva nýja ísöld, hvorki meira né minna!!

Ef horft er á gagnrýni sem Ghostbusters: Afterlife fékk þá voru þar nokkrir áhugaverðir punktar. Til dæmis voru margir á því að of mikil áhersla væri lögð á fortíðarhyggju og myndin tæki sig of alvarlega. Einnig var myndin gagnrýnd fyrir að atburðir fyrri mynda væru svo gott sem gleymdir.

Screenrant bendir á að það sé mjög skrýtið að íbúar New York borgar geti gleymt hinum yfirnáttúrulegu viðburðum sem gerðust þegar draugagildra Draugabanana var brotin eða þegar hinn ógnarstóri Sykurpúðamaður strunsaði um götur stórborgarinnar.

Ghostbusters II (1989)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 55%
The Movie db einkunn7/10

Fimm árum eftir atburði fyrstu Ghostbusters myndarinnar, þá hafa draugabanarnir verið plagaðir af lögsóknum og réttarhöldum, og fyrirtæki þeirra sem áður blómstraði, þegar sem mest var að gera í því að uppræta drauga, er orðið gjaldþrota. Dana hinsvegar, lendir samt aftur ...

Tilnefnd sem besta fjölskyldu- og gamanmynd á Young Artist Award

Það sama er hægt að segja um Ghostbusters ll, en fljót af slími olli auknum draugaárásum. Þá urðu Draugabanarnir þess valdandi að sjálf Frelsisstyttan tók upp á því að ganga um borgina en í kjölfarið fylktu íbúar sér um hetjurnar.

Hóp minnisleysi

Þá er komið að Afterlife, en í þeirri mynd var látið að því liggja að heimurinn þjáðist af einhversskonar hóp-minnisleysi eftir tvær fyrstu kvikmyndirnar. Þó að þær myndir hafi gerst á níunda áratug tuttugustu aldarinnar hljóta að hafa verið til myndbandsupptökur eða ljósmyndir af því sem gerðist, eins og Screenrant bendir á. Þetta var ekki tæklað í raun og veru í þriðju myndinni, en nýja myndin, Ghostbusters: Frozen Empire, gæti loksins komið með skýringu á því afhverju fólk gleymir aftur og aftur svona heimssögulegum atburðum.

Í fyrstu kvikmyndinni fengum við að kynnast umhverfiseftirlitsmanninum Walter Peck (William Atherton, Die Hard) sem varð mennsk söguhetja í myndinni. Peck kemur í slökkvistöð Draugabanana til að skoða draugagildruna, en þrátt fyrir að hann reyni að vera kurteis við Venkman, sem Bill Murray leikur, þá móðgar Venkman hann og hunsar. Eftir að hafa fengið til þess dómsúrskurð þá var það Peck sem skipaði fyrir um að draugagildrunni yrði lokað, sem varð til þess að draugarnir sluppu.

Peck snýr nú aftur í Ghostbusters: Frozen Empire og svo virðist sem hann sé orðinn borgarstjóri New York borgar, og auðvitað er hann allt annað en hrifinn af draugabönunum.
Endurkoma Peck gæti hjálpað til við að útskýra afhverju fólk taki draugabönunum ekki alvarlega, þar sem mögulega eyddi hann miklu púðri í að tala þá niður þegar þeir voru hvað vinsælastir. Í þriðju myndinni reyndi Peck að sannfæra borgarstjórann um að Draugabanarnir væru algjörir svikarar „sem noti taugagas til að skapa ofskynjanir og láta viðskiptavini sína trúa því að þeir hafi séð drauga.“
Hann sagði einnig að þegar þeir mættu á svæðið leystu þeir vandamálið með „… plat rafljósasýningu.“ Mögulega hefur hann síðan þá haldið áfram af enn meiri krafti að gera lítið úr hetjunum okkar.

Vildu ekki trúa

Segja má einnig að New York búar hafi hreinlega ekki viljað trúa atburðum upphaflega kvikmyndarinnar heldur. Og sú skýring – að draugabanarnir væru í raun svikahrappar sem settu allt saman á svið – gæti hafa fest rætur með aðstoð Peck. Jafnvel eftir að Peck sjálfur verður vitni að atburðunum í fyrstu kvikmyndinni, þá virðist hann hafa snúið aftur til „hóp-ofskynjunar“ útskýringarinnar í Frozen Empire.

Vondi kallinn í Ghostbusters: Frozen Empire ætlar sér að skapa nýja ísöld á jörðinni og rétt einu sinni eru það Draugabanarnir sem þurfa að bjarga málum. Ef við gerum ráð fyrir að myndin endi ekki illa, þá er óhætt að spá því að þeim takist ætlunarverkið. Með það í huga, getur möguleg fimmta mynd í seríunni, ekki ætlað heiminum það að gleyma því að draugar séu til því hvernig er hægt að gleyma heilli ísöld!

Draugabanar hafa alltaf verið lítilmagnar, eins og Screenrant segir, þannig að það er alveg rökrétt að menn efist um þá og niðurlægji þá. En að því sögðu, eftir Ghostbusters: Frozen Empire þar sem þeir ( að öllum líkindum ) bjarga New York enn á ný, þá væri gaman að upplifa kvikmynd þar sem fólkið tryði þeim í raun. Það er kominn tími til að hætta því í eitt skipti fyrir öll að ætla heiminum þess að gleyma alltaf öllu því risastóra sem gerist í Draugabanakvikmyndunum, segir Screenrant að lokum.