3 dagar í Super 8-forsýningu – hver er uppáhalds Spielberg-myndin ykkar? Verðlaun í boði!

Nú eru þrír dagar í Kvikmyndir.is-forsýninguna á Super 8, og Myndir mánaðarins taka fullan þátt í þeirri hátíð sem sú sýning verður. Á facebook-síðu MM teljum við niður í forsýninguna með ýmsum hætti. Í gær spurðum við hver væri ykkar uppáhalds sköpun JJ Abrams og er skemmst frá því að segja að Star Trek endaði þar efst á blaði á meðan Lost var í öðru sæti og Fringe og Mission: Impossible III nánast hnífjöfn í þriðja.

Í dag bjóðum við ykkur svo að segja okkur hver uppáhalds Steven Spielberg-myndin ykkar sé, þar sem Spielberg er framleiðandi myndarinnar og að sögn JJ eru myndir hans frá í kringum 1980 aðalinnblásturinn að henni. Það er einfalt að gera það, þið farið á facebook-síðu Mynda mánaðarins og setjið komment við nýjasta statusinn okkar með nafni uppáhalds Spielberg-myndarinnar ykkar. Við munum svo draga út tvo heppna svarendur í fyrramálið sem geta unnið annað hvort Super 8-hliðartösku eða Super 8-LED-ljós til að setja á reiðhjól (en reiðhjól eru mjög áberandi í myndinni).

Skellið ykkur á síðuna okkar og setjið svarið í statusinn!