Us í nýjum hlaðvarpsþætti

Nýjasta Jordan Peele hrollvekjan, Us, er umfjöllunarefni Brynju Hjálmsdóttur kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins og Þórodds Bjarnasonar í nýjum hlaðvarpsþætti Kvikmyndir.is.

Hægt er að hlusta hér á síðunni, en einnig á iTunes, Spotify, og öðrum helstu hlaðvarpsveitum.

Brynja er eins og kemur fram í spjallinu, mikill hrollvekjuunnandi, og kallar eftir fleiri íslenskum hrollvekjum. Hún segir að mögulega sé það niðurstaða Jordan Peele í Us að byltingar þurfi alltaf að vera ofbeldisfullar.

Us er sneisafull af vísunum í kvikmyndasöguna og ástandið í samfélaginu, en en hlustun er sögu ríkari!