Nýr hlaðvarpsþáttur – Er Venom lúði eða töffari?

Splunkunýr hlaðvarpsþáttur er kominn inn á hlaðvarpssíðuna okkar og á i-Tunes, en þar fjalla Þóroddur Bjarnason og Oddur Björn Tryggvason um ofurhetjukvikmyndina Venom.

Venom er vinsælasta kvikmynd landsins núna aðra vikuna í röð, og í Bandaríkjunum er hún sú þriðja vinsælasta. Venom er um andhetjuna Venom, sem í rauninni er bara svart slím utan úr geimnum. Myndin fengið misjafnar viðtökur gagnrýnenda, en áhugavert er að skoða hvernig „hetjan“ hefur breyst í meðförum Sony – Marvel, en upphaflega átti kvikmyndin að vera dimm og drungaleg, en endaði léttari en til stóð. Segja má að „Deadpool-áhrifin“ séu vel merkjanleg, nema að Deadpool var mun blóðugri og dónalegri – en kemur það að sök? Og er Eddie Brock lúði eða töffari?