Wick krufinn í hlaðvarpinu

John Wick serían er til umfjöllunar í nýjum hlaðvarpsþætti okkar. Þrjár myndir hafa verið gerðar og sú nýjasta er í bíó um þessar mundir, sneisafull af botnlausum hasar, slagsmálum og byssu- og hnífabardögum.

Í þættinum fara þeir Styrkár Þóroddsson og Þóroddur Bjarnason yfir ýmislegt sem að myndunum snýr. Þeir rifja upp söguþráðinn og snerta á ýmsum áhugaverðum flötum sem tengjast kvikmyndinni og sagnaheiminum sem víkkar út með hverri mynd, en nú nýverið var tilkynnt um frumsýningu fjórðu myndarinnar árið 2021.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn, sem einnig er aðgengilegur í öllum helstu hlaðvarpsveitum, eins og i-Tunes, Spotify ofl.