Bloom segist of gamall til að leika álf

Orlando Bloom, 42 ára, einn af aðalleikurunum í bíómyndaseríunum Lord of the Rings og Pirates of the Caribbean, er genginn til liðs við Amazon stórfyrirtækið, til að leika þar í ævintýraþáttunum Carnival Row. En þótt að Bloom leiki þar venjulegan mann, þá er fortíð hans sem álfur enn mönnum mjög hugleikin. Á kynningarferðalagi Television Critics […]

Öll illmennin sem Legolas drap – Sjáðu myndbandið!

Gleymdu Sauron. Sú persóna í Hobbita- og Lord of the Rings-myndunum sem olli líkast til mestu manntjóni var lítill, ljóshærður álfur sem heitir Legolas.  Álfurinn, sem Orlando Bloom lék, var önnum kafinn við að að drepa vondu karlana í myndunum og núna hefur verið gert myndband þar sem merkt er við hvert einasta dráp, að […]

Bestu myndir síðustu 25 ára á Imdb.com

Kvikmyndavefurinn Imdb.com hefur tekið saman lista yfir bestu myndir síðustu 25 ára, eina fyrir hvert ár.  Á meðal mynda á listanum eru Django Unchained, Inception, The Dark Knight, Fight Club og The Shawshank Redemption. Tölvuforritarinn Col Needham stofnaði Imdb.com árið 1990, eða fyrir 25 árum. Í september síðastliðnum voru um 3,4 milljónir titla í gagnagrunni síðunnar (þar […]

Flugfélag Nýja Sjálands flýgur með þig til Miðgarðs

Nýtt öryggismyndband flugfélags Nýja Sjálands er fremur óvenjulegt. Myndbandið fer frumlegar leiðir og fær m.a. til sín nokkra úr leikarahóp Hobbitans og Hringadróttinssögu, þar á meðal Elijah Wood, til þess að leika í myndbandinu. Eins og flestir vita þá hafa báðir þríleikir Peter Jacksons um sögur J.R.R Tolkien verið myndaðir á Nýja Sjálandi. Ferðamálaráð Nýja-Sjálands hefur […]

Viggo hafnaði Hobbitanum

Það er ekki hver sem er sem hafnar hlutverki í risamyndum eins og Hobbitanum, en þó var það einn maður sem gerði einmitt það. Sá maður heitir Viggo Mortensen.  Viggo, sem er 54 ára og gerir nú víðreist til að kynna nýjustu mynd sína Everybody Has a Plan, sem er á spænsku, sagði að rætt […]

Leikur illmennið í The Equalizer

Marton Csokas hefur verið ráðinn sem illmennið í The Equalizer sem fer í tökur í Boston í sumar. Denzel Washington leikur aðalhlutverkið í myndinni sem er gerð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum frá níunda áratugnum. Washington leikur Robert McCall, fyrrverandi leyniþjónustumann, sem hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda. Edward Woodward lék McCall í sjónvarpsþáttunum. Leikstjóri […]

James McAvoy vill leika Gandalf

James McAvoy langar að leika galdrakarlinn Gandalf sem Sir Ian McKellen hefur túlkað í Hobbitanum og The Lord of the Rings. Í viðtali við Total Film segist hann endilega vilja taka hlutverkið að sér, svo framarlega sem fleiri myndir byggðar á verkum Tolkiens verði gerðar.  Þær myndu gerast á undan Hobbitanum. X-Men-leikarinn telur að hægt […]

Lofaði að klippa Lee ekki úr Hobbitanum

Peter Jackson stóð við loforð sitt um að klippa Christopher Lee ekki út úr Hobbitanum. Leikstjórinn klippti Lee í hlutverki seiðkarlsins Saruman út úr síðustu Lord of the Rings-myndinni. Atriðin með honum sjást aðeins í lengri útgáfu myndarinnar sem var gefin út á DVD. Jackson lofaði Lee að klippa hann ekki út úr Hobbitanum og […]

Bilbó Baggi knýr dyra

Senn líður að frumsýningardegi Hobbitans hér á landi, en Bilbó Baggi knýr dyra hjá íslenskum bíógestum ögn síðar en í flestum öðrum löndum til að passa inn í jólamyndaslottið á annan í jólum. Myndin hefur þegar vakið nokkuð góð viðbrögð úti í heimi, þótt misjafnar séu skoðanir manna á aðferðum leikstjórans Peters Jackson við að […]

Hobbitinn á japönsku

The Hobbit: An Unexpected Journey verður frumsýnd um miðjan desember víða um heim en  á annan í jólum hérlendis. Til að hita upp fyrir myndina birtum við hér japanskt kynningarplakat hennar.   Plakatið minnir á The Lord of the Rings-plakötin. Martin Freeman heldur núna á hringnum í stað Elijah Wood. Álfar, tröll og fleiri góðkunningjar […]

Hætti næstum við Hobbitann

Ian McKellen íhugaði að hætta við að leika í Hobbitanum vegna þeirra miklu tafa sem urðu á framleiðslunni. „Ég íhugaði oftar en tvisvar sinnum að hætta. Maður þreytist á svona löguðu og hugsar með sér: Nenni ég virkilega að standa í þessu?,“ sagði McKellen sem leikur galdramanninn Gandalf. „Vinur minn sagði: Allir aðdáendur The Lord of […]

Gollum gerir Animal Farm

Andy Serkis, sem leikur Gollum í Hobbit: An Unexpected Journey, og í Lord of The Rings myndunum, ætlar að leikstýra „performance capture“ kvikmyndagerð á hinni frægu sögu George Orwell, Animal Farm, að því er The Hollywood Reporter greinir frá. Performance Capture er ný leikaðferð í bíómyndum sem varð til þegar Andy Serkis sjálfur var ráðinn […]

Hobbitinn lítur (vonandi ekki) illa út

Eða sú er að minnsta kosti krítíkin frá Las Vegas. Fyrir u.þ.b. fjórum dögum héldu Warner Bros. sérstaka sýningu fyrir fyrri hluta The Hobbit-tvíleiksins á CinemaCon hátíðinni og sýndu 10 mínútur af myndefni í heildina. Það sem áttu að vera 10 mínútur af hreinskærri nördaraðfullnægingu, breyttust fljótt í ljótan viðburð. The Hobbit er nefninlega tekin […]

46 ára gömul Hobbitakvikmynd

Tvær kvikmyndir í fullri lengd sem byggðar eru á bókinni Hobbitanum (e. The Hobbit) munu koma út árið 2012 og 2013. Fáir vita þó að kvikmyndaréttur bókarinnar var seldur til framleiðandans William Snyder á slikk árið 1964 og það kom út kvikmynd byggð á bókinni árið 1966! Teiknimyndagerðarmaðurinn Gene Deitch (til hægri) og myndskreytirinn Adolf […]

Fyrsta Hobbit forsíðan

Empire kvikmyndatímaritið birtir í næsta tölublaði sínu, sem kemur út þann 30. júní, fyrstu myndirnar úr The Hobbit en tökur á myndinni, sem er í tveimur hlutum sem frumsýndir verða í desember 2012 og 2013, standa nú yfir í Nýja Sjálandi. Blaðamanni Empire var boðið að fylgjast með tökum, þegar mánuður var liðinn af tökutímanum, […]

Bloom verður Legolas í The Hobbit

Kvikmyndaleikarinn Orlando Bloom mun leika í myndinni The Hobbit, að því er leikstjórinn Peter Jackson hefur tilkynnt um, en Bloom lék Legolas í Hringadróttinssögu myndunum, sem Jackson leikstýrði einnig. „Fyrir tíu árum, þá skapaði Orlando Bloom, hina goðumlíku persónu Legolas. Ég er mjög ánægður að tilkynna það að við munum halda saman í ferð til […]

Andy Serkis verður Gollum á ný

Aðdáendur grallarans Gollum úr The Lord of the Rings geta nú andað léttar því leikarinn Andy Serkis mun ljá honum rödd sína og hreyfingar á ný. Tökur eru ný hafnar á The Hobbit-myndunum tveimur og er búist við að þær standi yfir í rúma 14 mánuði. „Ég þekki vinnubrögð Peter [Jackson] mjög vel og saman […]

Flight of the Conchords stjarna í The Hobbit

Bret McKenzie, sem hefur slegið í gegn sem helmingur gríntvíeykisins í Flight of the Conchords, hefur nælt sér í hlutverk í hinni væntanlegu The Hobbit. Samkvæmt tímaritinu Variety mun McKenzie leika álfinn Lindir, en leikarinn fór með smáhlutverk í fyrstu og þriðju myndunum í The Lord of the Rings þríleiknum. Þess má til gamans geta […]