46 ára gömul Hobbitakvikmynd

Tvær kvikmyndir í fullri lengd sem byggðar eru á bókinni Hobbitanum (e. The Hobbit) munu koma út árið 2012 og 2013. Fáir vita þó að kvikmyndaréttur bókarinnar var seldur til framleiðandans William Snyder á slikk árið 1964 og það kom út kvikmynd byggð á bókinni árið 1966!

Teiknimyndagerðarmaðurinn Gene Deitch (til hægri) og myndskreytirinn Adolf Born tóku höndum saman árið 1966 og bjuggu til teiknimynd um Hobbitann. Myndin var hins vegar aldrei gefin út þrátt fyrir það. Þessir tveir kollegar voru frumkvöðlar á sínu sviði og gríðarlega metnaðarfullir. Þetta hófst allt saman þegar framleiðandi Deitch, William Snyder (til vinstri), keypti réttinn að gerð kvikmyndar eftir bókinni árið 1964. Ýmis misgáfuleg ákvæði voru í samningnum sem áttu eftir að breyta gangi mála.

,,Þegar við tryggðum okkur réttinn árið 1964 hafði enginn heyrt um Hobbitann, fyrir utan breska ævintýranörda að sjálfsögðu. Rétturinn var okkar í tvö ár, eða til 30.júní 1966. Á þessum tveimur árum urðum við að búa til kvikmynd og gefa hana út.“ sagði Deitch í viðtali.

Gerð handrits hófst og var komin vel á veg þegar Lord Of The Rings kom út. Útgáfa LOTR breytti öllu og Deitch þurfti að endurskrifa handritið nánast frá grunni til þess að koma hlutunum í samhengi. ,,Á þessum tíma var ljóst að okkur myndi aldrei takast að gefa myndina út á réttum tíma“ sagði Deitch.

Upphaflega vildi Deitch gera teiknimynd í fullri lengd með tækni sem aldrei hafði verið notuð áður í bransanum. Hann vildi nota þrívíddarbakgrunna og myndskreytingartækni sem myndi láta sjálfan Walt Disney líta illa út. Hann varð hins vegar að sætta sig við að gefa út hálfklárað 12 mínútna stykki sem verður að teljast misheppnað, nema kannski fyrir allra hörðustu Hobbitanördana. Ástæðan fyrir þessu var einföld.

Lögfræðingar J.R.R. Tolkien höfðu sett ákvæði í samninginn að til þess að halda kvikmyndaréttinum fyrir Lord Of The Rings myndirnar yrði að vera gerð teiknimynd í lit sem gerði grein fyrir innihaldi Hobbitans. Í samningnum stóð ekkert um lengd myndarinnar, heldur aðeins að hún yrði að vera teiknuð og fjalla um myndina.

Niðurstaðan var 12 mínútna teiknimynd sem komst fyrir á einni 35mm filmu og var gerð á einum mánuði. Myndin var tilbúin 30.júní 1966 sem verður að teljast þvílíkt þrekvirki á þessum tíma. Myndin aðeins sýnd í 1 dag, 30.júní 1966 í litlu kvikmyndahúsi í New York. Dietch fann fólk úti á götu til þess að sjá myndina. Fólkið varð að borga 10 sent sem það fékk til baka við lok myndarinnar. Ásamt þessu varð það að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þau hefðu séð myndina.

Ætlunarverkið tókst og Snyder seldi síðan réttinn að Lord Of The Rings og Hobbitann fyrir 100 þúsund dollara nokkrum árum síðar. Dietch fékk engan hluta af ágóðanum. Rúm 10 ár liðu þar til það var gerð sjónvarpsmynd um Hobbitann. Árið 2001 var síðan fyrsta Lord Of The Rings myndin frumsýnd og árið 2013 verður ævintýrinu lokið, í bili allavega.

Áhugasamir geta séð upphaflegu myndina um Hobbitann frá 1966 hér fyrir neðan.